fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
433Sport

Eru strákarnir í Kópavogi ekki klárir í slaginn við stóru strákana? – „Þetta er sláandi tölfræði“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. maí 2021 10:00

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti KR í 1. umferð Pepsi-Max deildar karla í gær. Leiknum lauk með 2-0 sigri KR en leikið var á Kópavogsvelli. KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu hreinlega fyrstu mínútur leiksins, ógnuðu marki Blikana í nokkur skipti á fyrstu tíu mínútunum.

Óskar Örn Hauksson kom síðan KR yfir með bylmingsskoti fyrir utan vítateig Breiðabliks á 11. mínútu og staðan orðin 1-0 fyrir KR. KR-ingar slökuðu ekkert á eftir fyrsta markið, pressuðu Blikana hátt á vellinum og á 15. mínútu bætti Kennie Chopart við öðru marki liðsins með skoti utan af kanti. Spurningarmerki má setja við Anton Ara í marki Breiðabliks í þessu marki, staðsetning hans var skrýtin og hann virtist í einskismanns landi.

KR-ingar hafa tak á Blikum en liðið vann alla þrjá leiki liðanna í fyrra, Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur því tapað fjórum sinnum í fjórum tilraunum gegn Rúnari Kristinssyni þjálfara KR.

Árangur Blika á síðustu leiktíð gegn betri liðum deildarinnar var ekki góður, um þetta var rætt í Stúkunni á Stöð2 Sport í gær. Þar kom fram að Blikar náðu aðeins í tvö stig á síðustu leiktíð gegn þremur stærstu liðum deildarinnar, KR, FH og Val. Liðið gerði jafntefli við FH og Val en tapaði hinum leikjunum, auk þess að tapa gegn KR í bikarnum.

„Þetta er sláandi tölfræði, fyrir lið sem ætlar sér að verða Íslandsmeistari. Þeir verða að gera betur en þetta,“ sagði Jón Þór Hauksson fyrrum landsliðsþjálfari kvenna í þættinum.

Breiðablik var spáð sigri í mótinu af þjálfurum, fyrirliðum og forráðamönnum fyrir mót, liðið mætir Leikni á útivelli í næstu umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er ein skærasta stjarna Liverpool í fýlu við Klopp – Sjáðu hvað gerðist í gær?

Er ein skærasta stjarna Liverpool í fýlu við Klopp – Sjáðu hvað gerðist í gær?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu einkunnir úr leik Breiðabliks og Keflavíkur

Sjáðu einkunnir úr leik Breiðabliks og Keflavíkur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Víkingar lögðu Stjörnuna í Garðabæ

Pepsi Max-deild karla: Víkingar lögðu Stjörnuna í Garðabæ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Markaflóð í lokin í Hafnarfirði – FH enn og aftur manni fleiri

Pepsi Max-deild karla: Markaflóð í lokin í Hafnarfirði – FH enn og aftur manni fleiri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn beggja liða mættir á Old Trafford – Svona eru byrjunarliðin

Leikmenn beggja liða mættir á Old Trafford – Svona eru byrjunarliðin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lengjudeild karla: Tíu leikmenn Grindavíkur steinlágu á Akureyri

Lengjudeild karla: Tíu leikmenn Grindavíkur steinlágu á Akureyri
433Sport
Í gær

Hörmungarástand á Akureyri og lausn ekki í sjónmáli: „Það er að okkar mati hneisa“

Hörmungarástand á Akureyri og lausn ekki í sjónmáli: „Það er að okkar mati hneisa“
433Sport
Í gær

Líkleg byrjunarlið í kvöld þegar Liverpool verður að vinna United

Líkleg byrjunarlið í kvöld þegar Liverpool verður að vinna United