fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Baráttan um að fella met Rúnars harðnar – Verður Ragnar fyrstur í röðinni?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 12:53

Rúnar á góðri stundu sem þjálfari KR. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson mun að öllum líkindum missa metið sitt sem leikjahæsti leikmaður í sögu Íslands, það gæti gerst á næstu mánuðum. Rúnar lék 104 landsleiki fyrir Íslands en nú narta ansi margir í það met.

Ragnar Sigurðsson og Birkir Már Sævarsson eru báðir í landsliðshópi Íslands sem er á leið í þrjá æfingaleiki, ljóst er að Birkir mun aðeins bæta einum leik við en hann er í dag með 97 landsleiki. Ragnar Sigurðsson er með 97 leiki og gæti

Getty Images

alla þrjá leikina gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi og þannig komist í 100 leikja klúbbinn.

Birkir Bjarnason er með 95 landsleiki undir belti og gæti farið í 98 leiki í þessu verkefni, Aron Einar Gunnarsson er með leik minna en Birkir og gæti farið í 97 landsleiki.

Mestar líkur eru á því að Birkir eða Aron Einar muni eiga metið á endanum, báðir gefa kost á sér í nánast alla landsleiki og gætu átt nokkur ár eftir.

Það er sögð mikil samkeppni á milli manna að bæta met Rúnars og gæti Ragnar orðið sá fyrsti til að koma því yfir línuna. Hann er án félags í dag en ku vilja halda áfram að spila erlendis og taka þátt af fullum krafti í verkefnum landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer