fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
433Sport

Áfram hellist úr lestinni hjá landsliðinu – Þrír draga sig út

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. maí 2021 08:31

Arnar Þór Viðarsson var ráðinn landsliðsþjálfari í desember

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfram halda menn að hellast út úr lestinni hjá íslenska landsliðinu sem er á leið í verkefni gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi.

Íslenska liðið heldur út í dag en Viðar Örn Kjartansson, Rúnar Már Sigurjónsson og Arnór Ingvi Traustason hafa dregið sig úr hópnum.

Rúnar Már meiddist á æfingu hjá félagsliði sínu og Viðar Örn Kjartansson hefði þurft að fara í tíu daga sóttkví við heimkomu til Noregs, hefði hann farið í verkefnið.

Arnór Ingvi Traustason er svo að koma sér fyrir í Boston eftir að hafa samið við New England Revolution. „Hann talaði við okkur í gær, hann er að koma sér fyrir í nýjum klúbbi, nýju landi, nýrri borg,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag.

„Hann ákvað að taka slaginn með klúbbnum fram yfir þetta verkefni,“ sagði Arnar Þór en Kári Árnason dróg sig úr hópnum í gær.

Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og fleiri lykilmenn gáfu ekki kost á sér í þetta verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Brandon má fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Dramatískt jöfnunarmark KR í uppbótartíma

Pepsi Max-deild karla: Dramatískt jöfnunarmark KR í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken

EM 2020: Danir áfram eftir frábæran leik á Parken
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Glódís stóð vaktina í vörninni er lið hennar sigraði

Glódís stóð vaktina í vörninni er lið hennar sigraði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Knattspyrnustjarna í mál við Pornhub eftir að myndefni hennar rataði á vefinn

Knattspyrnustjarna í mál við Pornhub eftir að myndefni hennar rataði á vefinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir

Fjölskyldu dómara á Íslandi hótað – Áreiti og ógnandi tilburðir