fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Lokaumferðin á Ítalíu: Juventus náði inn í Meistaradeildina – Napoli situr eftir

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 23. maí 2021 20:51

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaumferðin í Serie A á Ítalíu kláraðist í dag. Hér má sjá yfirferð yfir það helsta sem gerðist.

Juve náði í Meistaradeildarsætið – Napoli situr eftir

Milan vann Atalanta á útivelli. Franck Kessie skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé.

Juventus vann stórsigur á Bologna á útivelli. Federico Chiesa kom þeim yfir á 6. mínútu. Alvaro Morata tvöfaldaði forystu Juve eftir hálftíma leik. Adrien Rabiot skoraði svo þriðja mark gestanna rétt fyrir leikhlé. Morata gerði annað mark sitt og fjórða mark Juve í upphafi seinni hálfleiks. Riccardo Orsolini klóraði í bakkann fyrir heimamenn í lok leiks. Þess má geta að Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður fyrir Bologna á 80. mínútu. Cristiano Ronaldo var allan tímann á varamannabekk Juve.

Napoli missteig sig á heimavelli gegn Verona. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Amir Rrahmani kom Napoli yfir eftir rúman klukkutíma leik en Marco Davide Faroni jafnaði fyrir Verona skömmu síðar.

Úrslitin þýða að Milan, Atalanta og Juventus fylgja Inter í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Napoli þarf að láta sér Evrópudeildarsæti að góðu verða.

Roma skreið inn í Evrópu

Roma rétt náði Evrópusæti með því að gera jafntefli við Spezia. Þeir lentu 2-0 undir í fyrri hálfleik. Daniele Verde og Tommaso Pobega skoruðu mörk Spezia. Stephan El Shaarawy minnkaði muninn fyrir Roma snemma í seinni hálfleik og Henrikh Mkhitaryan jafnaði seint í leiknum.

Sassuolo vann Lazio 2-0 með mörkum frá Giorgos Kyriakopoulos og Domenico Berardi. Það dugði þó ekki til þess að ná Evrópusæti þar sem Roma náði í stig í sínum leik.

Roma endar í sjöunda sæti og fer í Sambandsdeildina, nýja Evrópukeppni. Lazio endaði í því sjötta og fylgir Napoli því í Evrópudeildina.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið enduðu í sætunum sem skipta máli í Serie A tímabilið 2020-2021.

Meistaradeildarsæti

Inter, Milan, Atalanta, Juventus

Evrópudeildarsæti

Napoli, Lazio

Sambandsdeildarsæti

Roma

Fallsæti

Benevento

Crotone

Parma

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar