fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Fastir pennarSport

Væri ótrúlega heimskulegt að reka Óskar úr starfi á þessum tímapunkti

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. maí 2021 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistll:

Því var haldið fram í hlaðvarpsþættinum The Mike Show í gær að kurr væri í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks og að það væri til skoðunar að reka Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara karlaliðsins úr starfi. Sagt var að stjórn Breiðabliks myndi íhuga það alvarlega ef Breiðablik tapar gegn Stjörnunni í kvöld.

Stjarnan heimsækir Breiðablik í Kópavoginum í kvöld, Breiðablik er með fjögur stig eftir fjóra leiki en Stjarnan hefur tvö stig í poka sínum. Ekki góð uppskera hjá báðum liðum í efstu deild karla.

Ég á bágt með að trúa því að stjórn Breiðabliks sé byrjuð að skoða það að láta Óskar Hrafn fara, þjálfarinn sem hefur fengið 18 mánuði í starfi hefur verið að breyta miklu hjá félaginu á þeim tíma. Það væri ótrúlega vitlaus ákvörðun hjá stjórn Breiðabliks að skipta um mann í brúnni á þessum tímapunkti.

Ég hef hingað til ekki verið neitt sérstaklega heillaður af því starfi sem Óskar Hrafn hefur unnið í Kópavoginum en það er hægt að sjá eitthvað plan sem gæti þurft aðeins meiri tíma. Stjórn Breiðabliks hefur stutt þétt við bakið á Óskari á félagaskiptamarkaðnum og þurfa að standa í lappirnar.

Óskar hefur fengið að versla mikið af leikmönnum og hafa tíu nýir leikmenn gengið í raðir Breiðabliks undir hans stjórn. Óskar hefur fengið að losa sig við leikmenn sem hann vildi ekki nota, öfluga leikmenn sem hentuðu ekki inn í hans stefnu. Að reka mann úr starfi sem hefur fengið að kúvenda stefnu félagsins og kaupa og selja leikmenn eftir óskum, væri heimskulegt á þessum tímapunkti.

Stjórn Breiðabliks vildi fara í þessa átt þegar Ágúst Gylfason var rekinn í lok árs 2019 og þarf að standa í lappirnar þó það gefi aðeins á bátinn hjá Óskari í upphafi móts. Að breyta um stefnu á 18 mánaða fresti er ekki líklegt til árangurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði