fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Öflugar Smit-varnir skiluðu árangri í Garðabænum í gærkvöldi

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 12:00

Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýliðar Leiknis frá Reykjavík náðu í sterkt stig gegn Stjörnumönnum í fyrstu umferð Pepsi-Max deildar karla í gærkvöldi. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli en leikið var á Samsungvellinum í Garðabæ.

Guy Smit, markvörður Leiknismanna var í miklum ham í leiknum og gerði gæfumuninn með framúrskarandi markvörslum í nokkur skipti. Rætt var um frammistöðu hans í Pepsi-Max Stúkunni á Stöð 2 Sport eftir leik.

„Frábær frumraun hjá honum í sínum fyrsta leik í efstu deild á Íslandi og heilt yfir var frammistaða hans mjög góð. Hann spyrnir boltanum vel frá sér, er óhræddur við að koma út í teig. Hann var virkilega öflugur,“ sagði Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Pepsi-Max stúkunnar á Stöð 2 sport.

Gmit gekk til liðs við Leikni fyrir síðasta tímabil en Leiknir komst upp í Pepsi-Max deildina eftir að hafa endað í 2. sæti Lengjudeildarinnar þegar mótið var flautað af í fyrra.

Smit á að baki 24 leiki fyrir Leikni og mun í sumar mæta sínum gamla liðsfélaga, landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni en þeir voru saman hjá hollenska liðinu Nec Nijmegen á sínum tíma.

Guy Smit, markvörður Leiknis Reykjavíkur (til hægri)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær

Yfirgaf United í fússi og fékk harkalegar móttökur frá mörgum í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Bend it like Berg!“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér