fbpx
Föstudagur 11.júní 2021
433Sport

Hjólar í grenjuskjóðuna Bruno Fernandes

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. maí 2021 08:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er enn vel inni í Meistaradeildarbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Manchester United á Old Trafford í gær í stórleik. Bruno Fernandes kom heimamönnum yfir á 10. mínútu. Hann fékk þá boltann innan teigs og skaut í Nat Phillips og í netið.

Diogo Jota jafnaði leikinn þegar um tíu mínútur lifðu fyrri hálfleiks. Honum tókst þá að stýra skoti Phillips í netið. Roberto Firmino kom Liverpool yfir rétt fyrir leikhlé þegar hann skoraði með skalla. Staðan í hálfleik var 1-2 fyrir gestina. Firmino skoraði þriðja mark Liverpool í upphafi seinni hálfleiks. Hann náði þá frákastinu eftir að skot Trent Alexander-Arnold var varið.

Marcus Rashford minnkaði muninn fyrir Man Utd um miðbik seinni hálfleiks eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani. Mohamed Salah gerði þó út um leikinn fyrir Liverpool í blálokin. Lokatölur 2-4.

Roy Keane var sérfræðingur á Sky Sports eftir leik. „Við höfum lofsungið United síðustu vikur og mánuði en þessi hópur á engan möguleika í að berjast við City um sigur í deildinni. Allir veikleikar liðsins hafa komið betur í ljós síðustu daga,“ sagði Keane.

„Það er í raun ógnvænelgt hvað City er miklu betra lið, Solskjær telur sig eflaust þurfa þrjá eða fjóra leikmenn til þess að eiga séns.“

Keane ákvað svo að senda væna pillu á Bruno Fernandes. „Ég vil helst ekki gagnrýna hann of mikið en hann hann var grenjandi hálfan leikinn,“ sagði Keane.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Víðir líkir Brynjari við hetjurnar sem skrifað hafa söguna – „Saga hans er óvenju­leg“

Víðir líkir Brynjari við hetjurnar sem skrifað hafa söguna – „Saga hans er óvenju­leg“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Biðin er á enda – EM hefst í kvöld

Biðin er á enda – EM hefst í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafður að háði og spotti í Lundúnum og fær nú vafasöm ,,verðlaun“ í Þýskalandi

Hafður að háði og spotti í Lundúnum og fær nú vafasöm ,,verðlaun“ í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pepsi Max-deild kvenna: Fylkir náði í sinn fyrsta sigur gegn nýliðunum

Pepsi Max-deild kvenna: Fylkir náði í sinn fyrsta sigur gegn nýliðunum
433Sport
Í gær

Bílafloti hans núna metinn á 3 milljarða – Sjáðu nýjustu viðbótina

Bílafloti hans núna metinn á 3 milljarða – Sjáðu nýjustu viðbótina
433Sport
Í gær

Finnst lyktin af bjór vond en gæti fengið sér einn sopa í sumar

Finnst lyktin af bjór vond en gæti fengið sér einn sopa í sumar