fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Aron Elís lagði upp – Glódís vann í Íslendingaslag

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. maí 2021 19:02

Aron Elís í leik með OB. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar voru í eldlínunni í Danmörku og Svíþjóð í leikjum sem lauk nýverið.

Rosengard vann 0-1 sigur á Vaxjö í sænsku úrvalsdeildinni. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Rosengard. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði seinni hálfleikinn með Vaxjö.

Rosengard er með fullt hús stiga eftir fimm leiki í deildinni. Vaxjö hefur aðeins 1 stig, eftir jafnmarga leiki.

Aron Elís Þrándarson lagði upp fyrra mark OB í 2-2 jafntefli gegn Vejle í fall-hluta dönsku úrvalsdeildarinnar. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur lifðu leiks.

OB er í þriðja sæti af sex liðum í þessum hluta. Þeir eru 2 stigum á eftir AaB sem er efst. Það sæti gefur þátttökurétt í umspili fyrir UEFA Conference League. AaB á þó eftir að leika þrjá leiki á meðan OB á aðeins tvo leiki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína

Arteta útskýrir áhugaverða ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot

Óvænt nafn í umræðuna um mögulega arftaka Slot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrirliðinn kveður Víking

Fyrirliðinn kveður Víking
433Sport
Í gær

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu

Valur staðfestir að Chris Brazell sé kominn í nýtt starf hjá félaginu
433Sport
Í gær

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“