fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Íslendingar í útlöndum: Leikmenn í eldlínunni á Norðurlöndunum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 21:57

Kolbeinn Sigþórsson/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir Íslendingar léku erlendis í kvöld. Hér má lesa stutta yfirferð:

Stefán Teitur Þórðarsson var í byrjunarliði Silkeborg og spilaði 80 mínútur í 3-3 jafntefli gegn Viborg í dönsku B-deildinni. Bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeild fyrir leikinn í kvöld.

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í 0-2 sigri Noregsmeistara Bodo/Glimt á Kristiansund í norku Eliteserien. Brynjólfur Willumsson spilaði síðustu 20 mínúturnar með Kristiansund. Meistararnir eru með fullt hús eftir tvo leiki en Kristiansund er án stiga.

Viðar Örn Kjartansson spilaði tæpar 80 mínútur með Valarenga í sömu deild. Lið hans vann Brann, 0-3. Valarenga er með 4 stig eftir tvo leiki.

Í sænsku úrvalsdeildinni spilaði Kolbeinn Sigþórsson allan leikinn fyrir Gautaborg í markalausu jafntefli gegn Kalmar. Gautaborg er með 7 stig eftir sex leiki.

Jón Guðni Fjóluson spilaði þá allan leikinn í öftustu línu hjá Hammarby í 1-3 sigri á Varbergs í sömu deild. Lið hans er með 10 stig eftir sex leiki.

Aron Bjarnason, í Sirius, sem og Valgeir Lunddal Friðriksson í Hacken, spiluðu ekki með sínum liðum í kvöld. Hacken tapaði 2-3 fyrir Örebro. Sirius tapaði 0-2 fyrir Elfsborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum