fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
433Sport

Börkur ræðir stöðuna – Enn í dag duga tekjur kvennamegin ekki upp í kostnað

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 10:30

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals segir að bestu lið Íslands í dag séu orðin íglidi atvinnumannaliða. Hann segir einnig að knattspyrna kvenna sé ekki sjálfbær rekstur í dag, það komi í hlut karlafótboltans að borga með honum. Þetta kemur fram í afmælisriti Vals sem fylgdi Fréttablaðinu í dag.

„Við erum óhrædd að segja frá því opinberlega að þessi leiðandi félög á Íslandi eru orðin ígildi atvinnumannaliða. Það er að segja í karlafótbolta. Leikmenn eru að fá ágætlega greitt fyrir að stunda sína íþrótt og sína vinnu. Þetta er vinnan þeirra og þeirra lifibrauð. Samhliða þessu höfum við aukið kröfur á okkar leikmenn jafnt og þétt. Við lítum á að þetta skref, að verða atvinnumannalið eða ígildi þess, muni hjálpa okkur að ná betri árangri í Evrópukeppnum,“ segir Börkur í Fréttablaðinu en Valur fagnar 110 ára afmæli sínu.

Börkur vonar að kvennaboltinn fylgi karlaboltanum og að hálfgerð atvinnumennska geti orðið þar.

„Það er stórsókn í kvennaboltanum um allan heim. Nú þegar eru leikmenn í þessum stærstu liðum kvennamegin að fá greidda einhvers konar bónusa eða laun. Ég sé fram á að það muni bara aukast á komandi árum þegar meiri peningur verður til í kringum kvennaboltann. Hann verður vonandi sjálfbær. En þangað til reiða þær sig svolítið á þær tekjur sem koma inn karlamegin. Við setjum okkar tekjur í einn pott og greiðum jafnt til kvenna- og karlaliðanna, þá á ég við allan kostnað, gjöld og slíkt,“ segir Börkur.

„Ég held að í framtíðinni sé okkar stærsta áskorun að ná betur utan um yngri flokka félagsins og vera með þau gæði á þjálfun og fræðslu þannig að krakkarnir skili sér sem betra knattspyrnufólk upp í meistaraflokka okkar en það hefur verið gríðarleg fjölgun iðkenda samhliða uppbyggingu á Hlíðarendasvæðinu og við erum að sjá áður óþekktar iðkendatölur. Við verðum áfram toppklúbbur sem heldur áfram að vinna titla, bæði kvenna- og karlamegin.“

Afmælisrit Vals má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni

Fundarhöld í Kaplakrika – Framtíð Loga hangir á bláþræði og Óli Jó stendur í gættinni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bjóða honum að þéna 69 milljónir á viku

Bjóða honum að þéna 69 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik Kópavogi í gær og sjúkrabíllinn var lengi á leiðinni – Hjartastuðtækið var tekið upp

Óhugnanlegt atvik Kópavogi í gær og sjúkrabíllinn var lengi á leiðinni – Hjartastuðtækið var tekið upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Pepsi-Max: FH-ingar í frjálsu falli eftir stórsigur Blika – Mikilvægur sigur Keflavíkur

Pepsi-Max: FH-ingar í frjálsu falli eftir stórsigur Blika – Mikilvægur sigur Keflavíkur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Szczesny gripinn glóðvolgur – Hefur áður verið sektaður

Szczesny gripinn glóðvolgur – Hefur áður verið sektaður
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Neymar nálgast Pelé
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sif sakar KSÍ um sýndarsiðferði – „Engum var hótað atvinnumissi þegar kreditkort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað“

Sif sakar KSÍ um sýndarsiðferði – „Engum var hótað atvinnumissi þegar kreditkort KSÍ var notað í leyfisleysi á nektarstað“
433Sport
Í gær

„Hann verður ekki lélegur á einni nóttu“

„Hann verður ekki lélegur á einni nóttu“
433Sport
Í gær

Ótrúlegur hraði Ronaldo í markinu gegn Þjóðverjum

Ótrúlegur hraði Ronaldo í markinu gegn Þjóðverjum