fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
433Sport

Lampard tilbúinn að snúa aftur í þjálfun

Helga Katrín Jónsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard tók við spurningum frá aðdáendum á vegum London Football Awards og er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig eftir brottreksturinn frá Chelsea. Hann viðurkenndi þar að hann hafi fengið spennandi tilboð við þjálfun síðustu vikur en ekkert hafi hentað fullkomlega.

„Fótbolti hefur tekið yfir líf mitt, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Enginn vill missa vinnuna. En þegar þú ert í þessum heimi þá getur það gerst, alveg sama hversu góður þú heldur að þú sért. En þetta hefur gefið mér meiri tíma heima, það hefur verið frábært að vera í kringum fjölskylduna.“

„Það hafa komið upp nokkur spennandi tilboð síðustu vikur, en þau pössuðu ekki alveg.“

Hann vill þó halda áfram í þjálfun og mun skoða það alvarlega ef eitthvað spennandi kemur upp en hann segist vera tilbúinn að snúa aftur í þjálfun:

„Það er eitthvað sem ég er spenntur fyrir ef það er rétt. Augu mín eru alltaf á því, ég er alltaf að horfa á fótbolta og reyna að verða betri. Ég ætla að reyna að finna rétta tímann og rétta tækifærið. Mig langar mikið að fara að vinna aftur.“

Lampard hefur verið orðaður við starf undir 21 árs landsliðs Englendinga eftir að liðið komst ekki upp úr sínum riðli á EM. Hann vill spila nútíma fótbolta og gæti verið góður kostur í að þróa leik efnilegustu leikmanna Englendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Veskið á lofti í Mosfellsbæ – Reyndur leikmaður með merkilegan feril skrifar undir

Veskið á lofti í Mosfellsbæ – Reyndur leikmaður með merkilegan feril skrifar undir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Guardiola betri en Ferguson – Tölfræðin sannar mál hans

Segir Guardiola betri en Ferguson – Tölfræðin sannar mál hans
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ákvörðun Van Dijk gleður stuðningsmenn Liverpool – Tekur enga sénsa

Ákvörðun Van Dijk gleður stuðningsmenn Liverpool – Tekur enga sénsa
433Sport
Í gær

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli
433Sport
Í gær

Pepsi-Max kvenna: Markalaust á Samsungvellinum

Pepsi-Max kvenna: Markalaust á Samsungvellinum
433Sport
Í gær

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?
433Sport
Í gær

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester