fbpx
Sunnudagur 18.apríl 2021
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Mason Mount segir verkinu ekki lokið þrátt fyrir 2-0 sigur Chelsea í kvöld

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 21:17

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea vann í kvöld 2-0 útisigur á Porto í Meistaradeild Evrópu. Mason Mount skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Chelsea, þetta var hans fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu.

„Það var kominn tími til. Ég hef beðið þolinmóður eftir fyrsta markinu og þetta var góður tímapunktur fyrir það, fékk góða sendingu frá Jorginho, hafði smá rými til að athafna mig og lét vaða,“ sagði Mason Mount um fyrsta mark sitt.

Undirbúningur Chelsea var ekki eins og best verður á kosið. Liðið tapaði 3-2 fyrir West Brom um síðastliðna helgi í ensku úrvalsdeildinni.

„Eftir leikinn gegn West Brom skildum við hann eftir á vellinum, við skoðuðum hann aðeins daginn eftir en horfðum síðan fram á við. Við komum inn í þennan leik einbeittir með 100% staðræðni í því að vinna.“

Chelsea mætir Porto í seinni leik liðanna þann 13. apríl næstkomandi. Mount segir að leikmenn Chelsea megi ekki slaka á.

„Verkinu er ekki lokið, þeir munu berjast í næsta leik og við verðum að gefa allt í hann. Við verðum tilbúnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þýski boltinn: Bayern styrkir stöðu sína á toppnum – Alfreð kom við sögu

Þýski boltinn: Bayern styrkir stöðu sína á toppnum – Alfreð kom við sögu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Það væri sorglegt að líta til baka og eiga engan titil“

„Það væri sorglegt að líta til baka og eiga engan titil“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Aðeins fimm útileikmenn hafa leikið allar mínútur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu

Aðeins fimm útileikmenn hafa leikið allar mínútur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gylfi í góðra manna hópi hjá Everton – skorað jafn mikið og Rooney

Gylfi í góðra manna hópi hjá Everton – skorað jafn mikið og Rooney
433Sport
Í gær

Everton og Tottenham skildu jöfn – Gylfi í stuði

Everton og Tottenham skildu jöfn – Gylfi í stuði
433Sport
Í gær

Sjóðheitur framherji Frankfurt á Old Trafford? – Segir orðróminn hvetja sig áfram

Sjóðheitur framherji Frankfurt á Old Trafford? – Segir orðróminn hvetja sig áfram
433Sport
Í gær

Esbjerg steinlá – Guðlaugur Victor lék í jafntefli

Esbjerg steinlá – Guðlaugur Victor lék í jafntefli
433Sport
Í gær

Bellingham til Englands í sumar? – Stjarnfræðilegt tilboð talið vera í kortunum

Bellingham til Englands í sumar? – Stjarnfræðilegt tilboð talið vera í kortunum