fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Klopp: „Markið gefur okkur líflínu“

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 6. apríl 2021 21:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Real áttu góðan dag á meðan leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir og unnu Real Madrid sanngjarnan 3-1 sigur. Þetta hafði Jurgen Klopp að segja í viðtali við BT sport eftir leik:

„Ef þú vilt fara í undanúrslitin þá verður maður að vinna fyrir því. Við gerðum það ekki í kvöld, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Það eina góða sem ég get bent á, fyrir utan markið sem við skorum, er að þetta er bara fyrri leikur einvígisins.“

„Við spiluðum bara ekki nógu vel til að valda vandræðum hjá Real Madrid.“

„Við gerðum þeim of auðvelt fyrir. Þessi mistök geta gerst. Við áttum ekki skilið meira úr leiknum en markið okkar og seinni háfleikur var allt í lagi. Það gefur okkur líflínu.“

Það vakti athygli þegar Naby Keita var tekinn út af í fyrri hálfleik. Klopp var spurður út í þá ákvörðun í viðtalinu.

„Það er ekki stór frétt. Ég var ekki ánægður með þetta, hann var ekki sá eini. Þetta var taktískt. Ég hefði getað gert fleiri breytingar á þessum tíma í leiknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“