

Það var stuð og stemming í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag þegar Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur þáttarins valdi fimm bestu framherjana í efstu deild karla á Íslandi. Stjórnandinn og markvörðurinn fyrrverandi, Hjörvar Hafliðason var ekki sammála öllu.
„Þetta er eini sem hefur spilað með Rosenborg, einu stærsta félagi Norðurlanda,“ sagði Kristján Óli um efsta sætið á listanum en þar er Matthías Vilhjálmsson.
Lista Höfðingjans má sjá hér að neðan.

5 – Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)

4 – Thomas Mikkelsen (Breiðablik)

3 – Patrick Pedersen (Valur)

2 – Steven Lennon (FH)

1 – Matthías Vilhjálmsson (FH)