fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

United hefur hafið samtalið við Ronaldo

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. apríl 2021 09:17

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefur verið í sambandi við umboðsmann Cristiano Ronaldo um mögulega endurkomu til félagsins. Frá þessu segja fjölmiðlar á Ítalíu.

Juventus vill helst losna við Ronaldo í sumar en launapakki hans er slíkur að félagið ræður illa við hann í núverandi ástandi.

Framtíð Ronaldo hefur mikið verið til umræðu síðustu vikur eftir að Juventus féll úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Juventus er samkvæmt fjölmiðlum á Ítalíu tilbúið að selja Ronaldo fyrir 26 milljónir punda í sumar.

Ronaldo er með 27 milljónir punda í árslaun en United er sagt tilbúið að borga honum helming þess ef hann kemur til félagsins í sumar.

Ronaldo er 36 ára gamall en hann yfirgaf United fyrir 12 árum síðan og gekk þá í raðir Real Madrid, hann er á sínu þriðja tímabili hjá Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“

Segir frá því sem hann hugleiddi á fyrstu dögum Arnars – „Hvaða bilun er að fara af stað hérna?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish

Wayne Rooney með ráð til Jack Grealish
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Í gær

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar