fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Kvennalið Breiðabliks og Vals mættust í æfingaleik

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 20:00

Blikar unnu í kvöld. Mynd/Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennalið Vals og Breiðabliks mættust í kvöld í æfingaleik. Leikið var 2 x 35 mínútur. Leikurinn var hluti af upphitun liðanna fyrir Pepsi-Max deildina sem hefst 4. maí. Blikar hefja leik þann dag gegn Fylki en Valsstelpur mæta til leiks degi seinna þar sem þær etja kappi við Stjörnuna.

Íslandsmeistarar Breiðabliks brutu ísinn í leiknum með marki frá Þórhildi Þórhallsdóttur. Þá tók Elín Metta við og setti tvö og kom heimakonum 2-1 yfir.

Blikar róteruðu hópnum vel og gerðu 5 skiptingar í hálfleik en Valur mætti með sama lið í seinni hálfleik. Rakel kom Valsstúlkum yfir og stefndi í þægilegan 3-1 sigur hjá þeim. Blikar gáfust þó ekki upp og Margrét Brynja, sem er fædd 2006 og er virkilega efnilegur leikmaður minnkaði muninn í 3-2 og jafnaði svo leikinn með flautumarki. Leiknum lauk því með 3-3 jafntefli.

Valur og Breiðablik hafa verið í algjörum sérflokki í deildinni síðustu ár. Bæði lið hafa misst nokkra lykilmenn fyrir tímabilið og er óvíst hvaða áhrif það mun hafa á deildina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Í gær

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni
433Sport
Í gær

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Í gær

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Í gær

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð