fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
433Sport

Kvennalið Breiðabliks og Vals mættust í æfingaleik

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 20:00

Blikar unnu í kvöld. Mynd/Blikar.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvennalið Vals og Breiðabliks mættust í kvöld í æfingaleik. Leikið var 2 x 35 mínútur. Leikurinn var hluti af upphitun liðanna fyrir Pepsi-Max deildina sem hefst 4. maí. Blikar hefja leik þann dag gegn Fylki en Valsstelpur mæta til leiks degi seinna þar sem þær etja kappi við Stjörnuna.

Íslandsmeistarar Breiðabliks brutu ísinn í leiknum með marki frá Þórhildi Þórhallsdóttur. Þá tók Elín Metta við og setti tvö og kom heimakonum 2-1 yfir.

Blikar róteruðu hópnum vel og gerðu 5 skiptingar í hálfleik en Valur mætti með sama lið í seinni hálfleik. Rakel kom Valsstúlkum yfir og stefndi í þægilegan 3-1 sigur hjá þeim. Blikar gáfust þó ekki upp og Margrét Brynja, sem er fædd 2006 og er virkilega efnilegur leikmaður minnkaði muninn í 3-2 og jafnaði svo leikinn með flautumarki. Leiknum lauk því með 3-3 jafntefli.

Valur og Breiðablik hafa verið í algjörum sérflokki í deildinni síðustu ár. Bæði lið hafa misst nokkra lykilmenn fyrir tímabilið og er óvíst hvaða áhrif það mun hafa á deildina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Þjóðin í sigurvímu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Brooklyn Beckham birtir fyrstu færsluna eftir að hann hóf stríð við fjölskyldu sína opinberlega – Hefur nú lokað fyrir athugasemdir

Brooklyn Beckham birtir fyrstu færsluna eftir að hann hóf stríð við fjölskyldu sína opinberlega – Hefur nú lokað fyrir athugasemdir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Alonso sér fyrir sér að umbylta leikmannahópi Liverpool taki hann við – Salah og Van Dijk yrðu seldir

Alonso sér fyrir sér að umbylta leikmannahópi Liverpool taki hann við – Salah og Van Dijk yrðu seldir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mikil reiði í Hafnarfirði eftir tíðindi gærdagsins og leikmenn sagðir í áfalli – „Skammast mín“

Mikil reiði í Hafnarfirði eftir tíðindi gærdagsins og leikmenn sagðir í áfalli – „Skammast mín“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ítalski risinn horfir til Bítlaborgarinnar

Ítalski risinn horfir til Bítlaborgarinnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hér mætir Ísland Spáni

Hér mætir Ísland Spáni