fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Bale og Son tryggðu Tottenham mikilvæg stig í Evrópubaráttunni

Helga Jónsdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tók í dag á móti Southampton í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli liðanna. Þetta var fyrsti leikur Tottenham eftir að Mourinho var rekinn frá félaginu.

Southampton spiluðu fyrri hálfleikinn af krafti og voru virkilega sprækir. Fyrsta mark leiksins skoruðu gestirnir eftir hálftíma leik. Markið kom eftir sendingu frá Ward-Prowse þar sem Ings skallaði knöttinn í netið. Tottenham áttu ágætis kafla en Southampton leiddu verðskuldað í hálfleik.

Á 61. mínútu dró til tíðinda þegar Gareth Bale jafnaði leikinn. Lucas átti skot á mark sem fór í Vestergaard en boltinn datt fyrir Bale sem kláraði örugglega. Á 90. mínútu fengu Tottenham vítaspyrnu með hjálp VAR. Son steig á punktinn og setti markmanninn í vitlaust horn og kom heimamönnum yfir. Þar við sat og Tottenham tryggja sér þrjú mikilvæg stig í Evrópubaráttunni.

Tottenham er nú í 6. sæti deildarinnar með 53 stig, tveimur stigum á eftir Chelsea í 4. sæti sem eiga þó leik til góða.

Tottenham 2 – 1 Southampton
0-1 Ings (´31)
1-1 Bale (´61)
2-1 Son (´90+1)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Í gær

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“
433Sport
Í gær

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar