fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
433Sport

Hlutabréfin rjúka upp

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin umdeild Ofurdeild sem tólf stór félög í Evrópu hafa stofnað hefur vakið upp mikla umræðu og reiði hjá mörgun. Hinir ríku vilja verða ríkari og beita öllum ráðum til þess.

Félögin tólf hafa stofnað deildina en það er þó ekki öruggt að deildin fari á endanum í loftið, hún mætir mikilli mótstöðu og ljóst er að félögin gætu fallið frá áformum sínum ef allt fer í bál og brand.

Glazer fjölskyldan sem á Manchester United brosir eflaust sínu breiðasta í dag, hlutabréf félagsins hafa hækkað um rúm 9 prósent í dag eða um 180 milljónir punda.

Juventus hefur hækkað um 19 prósent á hlutabréfamarkaði í dag en ljóst er að auknar tekjur með Ofurdeildinni vekja áhuga þeirra sem versla með hlutabréf.

12 evrópsk stórlið á knattspyrnusviðinu tilkynntu seint í gærkvöldi að þau hafi tekið saman höndum um stofnun Ofurdeildar, The Super League. UEFA er alfarið á móti þessu og hótaði í gær að útiloka liðin og leikmenn þeirra frá þátttöku í öllum mótum á alþjóðasviðinu. Þá hafa knattspyrnusamböndin í Englandi, Spáni og á Ítalíu hótað að reka liðin úr deildarkeppnunum þar í landi. Markmiðið með deildinni er að til verði keppni þar sem 15 lið eiga alltaf fast sæti en árlega fái 5 önnur lið aðgang að keppninni.

Stofnfélög deildarinnar eru:
Arsenal
Chelsea
Liverpool
Manchester City
Manchester United
Tottenham
Atlético Madrid
Barcelona
Real Madrid
AC Milan
Inter Milan
Juventus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Miðsvæðið áfram í forgangi á Old Trafford – Þessir fjórir eru á blaði

Miðsvæðið áfram í forgangi á Old Trafford – Þessir fjórir eru á blaði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tekur áhugavert skref til Bandaríkjanna

Tekur áhugavert skref til Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segja Brössunum að hósta upp rúmum sjö milljörðum

Segja Brössunum að hósta upp rúmum sjö milljörðum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta eru möguleikarnir varðandi Rashford næsta sumar

Þetta eru möguleikarnir varðandi Rashford næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Netverjar brjálaðir yfir atviki fyrir norðan í kvöld – „Leikurinn er ónýtur“

Myndband: Netverjar brjálaðir yfir atviki fyrir norðan í kvöld – „Leikurinn er ónýtur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var klár í að yfirgefa Ronaldo og félaga – Tóku í handbremsuna eftir uppákomu í gær

Var klár í að yfirgefa Ronaldo og félaga – Tóku í handbremsuna eftir uppákomu í gær
433Sport
Í gær

Stórundarlegt athæfi Ronaldo á meðan heimsbyggðin horfði skapar mikið umtal – Sjón er sögu ríkari

Stórundarlegt athæfi Ronaldo á meðan heimsbyggðin horfði skapar mikið umtal – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Í gær

Barcelona virðist hafa tekið ákvörðun um framtíð Rashford

Barcelona virðist hafa tekið ákvörðun um framtíð Rashford