fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

„Þetta er ógeðslegt. Dragið af þeim stig. Sektið þá. Refsið þeim.“

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta snýst bara um peninga og græðgi. Þetta hljómar alls ekki vel. Þetta þarf að stoppa í fæðingu þar sem þetta er brjálæðisleg græðgi,“ sagði Roy Keane á Sky Sports þegar hann var spurður út í áform nokkurra félaga á Englandi, Spáni og Ítalíu að stofna nýja evrópska Ofurdeild.

Micah Richards var fullkomlega sammála Keane og hafði þessu við að bæta:

„Hvað gerist fyrir aðdáendur klúbbanna og minningarnar sem hafa orðið til í gegnum árin. Á bara að gleyma því fyrir peninga? Svona er fótboltinn því miður orðinn og það er algjör skömm af því.“

FIFA, UEFA og deildirnar á Englandi, Spáni og Ítalíu hafa fordæmt plön þessara félaga og munu banna leikmönnum liðanna að taka þátt í keppnum á vegum sambandanna.

Gary Neville hefur sömu sögu að segja:

„Ég er aðdáandi Manchester United en mér býður við þessu. Það kemur mér sérstaklega á óvart að klúbbur eins og Liverpool sem segir að allir standi saman taki þátt í þessu.“

„Þetta er algjörlega ógeðslegt. Þetta er bara græðgi og ekkert annað. Eigendur liðanna hugsa ekkert um sögu liðanna og aðdáendur með þessari ákvörðun. Þetta er ógeðslegt. Dragið af þeim stig. Sektið þá. Refsið þeim. Það þarf að vernda aðdáendurna,“ sagði Gary Neville á Sky Sports.

Hér að neðan má horfa á umræðu Keane og Richards og ræðu Gary Neville um Ofurdeildina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag