fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Jurgen Klopp: Við höfum sjö leiki til að sanna okkur

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp hefur viðurkennt að pressa er á leikmönnum sínum í Liverpool að enda í einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar. Sú pressa jókst verulega þegar Liverpool datt úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn Real Madrid í vikunni

„Við verðum að grípa tækifærið og spila okkar besta fótbolta. Við erum að sjálfsögðu undir pressu þar sem við viljum enda í topp fjórum en vitum ekki eins og er hvort það takist. Við höfum nú sjö leiki til að sanna okkur og við ætlum að reyna,“ sagði Klopp á blaðamannafundi.

„Við skulum ekki gleyma mótherjum okkar. Við höfum unnið síðustu þrjá leiki og þess vegna erum við enn í dæminu og eigum enn möguleika á Meistaradeildarsæti.“

„Það er ljóst að við verðum að vinna fótboltaleiki. Það væri best að vinna þá alla en þetta eru allt erfiðir mótherjar og við berum virðingu fyrir öllum.“

Liverpool mætir Leeds á mánudagskvöld í ensku úrvalsdeildinni en Klopp ber mikla virðingu fyrir Bielsa og leikmönnum Leeds:

„Þeir vörðust vel gegn City. Sigurinn var magnaður en Leeds er virkilega gott lið og þjálfari þeirra er einn sá allra besti sem hjálpar augljóslega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“