fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
433Sport

Hver verður leikmaður ársins í enska?

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar enska úrvalsdeildin fer að klárast þá líður að því að besti leikmaður deildarinnar verði valinn. Kevin DeBruyne var valinn leikmaður ársins í fyrra. Daily Mail birti lista þar sem farið var yfir þá sem eru líklegastir í ár. Þrír leikmenn Manchester City eru á listanum og þá kemst einn leikmaður Englandsmeistara Liverpool á listann.

Listann má sjá hér að neðan:

Ilkay Gundogan (Manchester City)
Gundogan hefur verið algjörlega frábær í geggjuðu liði Manchester City. Hann er kominn með 12 mörk í deildinni sem er persónulegt met fyrir hann. Hann hefur verið hjartað í sóknarleik City í deildinni í vetur og hefur valdið usla í vörn andstæðinganna trekk í trekk.

Harry Kane (Tottenham)
Gengi Tottenham hefur kannski ekki verið upp á marga fiska en Harry Kane er að eiga eitt af sínum bestu tímabilum hingað til. Hann leiðir kapphlaupið um gullskóinn með 21 mark og er líka með flestar stoðsendingar í deildinni eða 13 talsins. Enginn leikmaður hefur komið að jafn mörgum mörkum og Kane í vetur.

Bruno Fernandes (Manchester United)
Bruno hefur verið frábær í vetur og skorar reglulega en hann er kominn með 16 mörk í deildinni. Hann hefur verið virkilega stöðugur og hefur oft komið til bjargar þar sem lið hans er í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Ruben Dias (Manchester City)
Það er engum blöðum að fletta um það að Ruben Dias hefur verið frábær og einn besti miðvörður deildarinnar í vetur. Eftir komu hans frá Benfica í sumar hefur hann átt fast sæti í liðinu og City virðast loksins búnir að finna nýjan Vincent Kompany. Dias hefur haldið hreinu í helmingi þeirra leikja sem hann hefur spilað.

Mohamed Salah (Liverpool)
Salah vann til verðlaunanna árið 2018 og gæti verið að hann hreppi þau aftur í ár. Liverpool liðið hefur verið langt undir væntingum en Salah hefur verið ljósið í myrkrinu fyrir stuðningsmenn. Salah er annar í kapphlaupinu um gullskóinn og er kominn með 19 mörk í deildinni.

Kevin DeBruyne (Manchester City)
Við skulum ekki gleyma handhafa verðlaunanna í fyrra. Hann hefur kannski ekki skorað jafn mikið og hann gerði á síðasta tímabili en hann er ennþá jafn mikilvægur fyrir liðið og getur sundurspilað vörn andstæðinganna. Hann hefur skorað 6 mörk í deildinni og gefið 11 stoðsendingar.

Jack Grealish (Aston Villa)
Jack Grealish er eini leikmaðurinn á listanum utan „Big six“ liðanna í ár. Hann hefur heillað knattspyrnuáhugamenn í vetur og látið stuðningsmenn Aston Villa dreyma um Meistaradeildarsæti. Hann er kominn með 6 mörk í deildinni og hefur gefið 12 stoðsendingar.

Phil Foden (Manchester City)
Íslandsvinurinn Phil Foden hefur átt frábært tímabil hjá Manchester City í ár og er með í kapphlaupinu um leikmann ársins sem og unga leikmann ársins. Hann hefur loksins fengið stærra hlutverk í liðinu og hefur blómstrað á þessu tímabili.

 

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp

Klopp skilur Solskjær vel og líkir þessu við glæp
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Veskið á lofti í Mosfellsbæ – Reyndur leikmaður með merkilegan feril skrifar undir

Veskið á lofti í Mosfellsbæ – Reyndur leikmaður með merkilegan feril skrifar undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Guardiola betri en Ferguson – Tölfræðin sannar mál hans

Segir Guardiola betri en Ferguson – Tölfræðin sannar mál hans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ákvörðun Van Dijk gleður stuðningsmenn Liverpool – Tekur enga sénsa

Ákvörðun Van Dijk gleður stuðningsmenn Liverpool – Tekur enga sénsa
433Sport
Í gær

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli

Stórliðin halda áfram að tapa stigum á Spáni – Barcelona gerði jafntefli
433Sport
Í gær

Pepsi-Max kvenna: Markalaust á Samsungvellinum

Pepsi-Max kvenna: Markalaust á Samsungvellinum
433Sport
Í gær

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?

Verður úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í Portúgal?
433Sport
Í gær

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester

Manchester City Englandsmeistari eftir tap Man. Utd gegn Leicester