fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Greenwood hetjan er Mancester United sigraði Burnley

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 18. apríl 2021 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tók í dag á móti Burnley í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Old Trafford og endaði með 3-1 sigri heimamanna. Jói Berg var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarliði Burnley.

Íslandsvinurinn Mason Greenwood braut ísinn í leiknum í byrjun seinni hálfleiks. Rashford keyrði áfram upp kantinn og kom boltanum fyrir á Greenwood sem kláraði örugglega. Sú forysta stóð ekki lengi þar sem Tarkowski jafnaði fyrir gestina aðeins tveimur mínútum síðar eftir að hafa unnið Maguire í skallaeinvígi.

Mason Greenwood var aftur á ferðinni á 84. mínútu þegar hann kom United aftur yfir eftir stoðsendingu frá Paul Pogba. Það var svo Edison Cavani sem gerði endanlega út um leikinn í uppbótartíma með auðveldu marki eftir stoðsendingu frá van de Beek.

Manchester United er í 2. sæti deildarinnar með 66 stig, átta stigum frá Manchester City. Burnley er í 17. sæti deildarinnar, sex stigum frá falli.

Manchester United 3 – 1 Burnley
1-0 Greenwood (´48)
1-1 Tarkowski (´50)
2-1 Greenwood (´84)
3-1 Cavani (´90+3)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum