fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Brutust inn í nótt og notuðu byssur til að ógna þeim – Tveggja ára sonur þeirra horfði á allt

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn á heimili Chris Smalling í nótt, vopnaðir menn ruddust þá inn á heimili varnarmannsins sem nú leikur með Roma á Ítalíu.

Það var um klukkan 05:00 í nótt þegar menn með byssu mættu inn á heimili Smalling og vöktu hann, eiginkonu hans og ungt barn þeirra.

Mennirnir miðuðu byssum sínum að Smalling og heimtuðu að fá fjármuni og verðmæti. Fjölskyldan býr í Appia Antica hverfinu í Róm.

Smalling lét mennina fá Rolex úr og skartgripi sem eru afar verðmætir, unnusta Smalling og tveggja ára sonur þeirra horfðu á mennina með byssurnar miða þeim að Smalling á meðan hann týndi til verðmæti.

Fjölskyldan er sögð í gríðarlegu áfalli en Sam, eiginkona hans hringdi á lögregluna eftir að mennirnir hurfu á brott. Rannsókn vegna málsins er hafin.

Smalling lék áður með Manchester United en varnarmaðurinn er meiddur og gat ekki leikið gegn Ajax í Evrópudeildinni í gær, Roma mætir Manchester United í undanúrslitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona