fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 08:00

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var gestur í þættinum 433.is sem var á dagskrá Hringbrautar á þriðjudagskvöld.

Í nýjustu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er ekki gert ráð fyrir neinu fjármagni í þjóðarleikvang Íslendinga, Laugardalsvöllinn, næstu fimm árin. Guðni segir hins vegar að vinna varðandi uppbyggingu á nýjum þjóðarleikvangi sé í fullum gangi.

„Þetta bíður ákvörðunar milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar, hvernig mögulega yrði staðið að framkvæmdinni. Með hvaða hætti, hvernig stofnframlagið kæmi, hlutfallið á milli þess og hvernig KSÍ kæmi að því. Þessi vinna er í fullum gangi.

Guðni er bjartsýnn á að málin gætu skýrst á þessu ári eða í byrjun næsta árs.

„Fjármálaáætlunin er endurskoðuð cirka tvisvar sinnum á ári. Hún tekur breytingum þannig að þetta er ekkert meitlað í stein. Ég er bjartsýnn á að þessi framkvæmd komist inn í fjármálaáætlun þegar líður á árið eða í byrjun næsta árs. Það er góður gangur í þessari vinnu og fullur vilji til þess að leita lausna og finna fyrirkomulagið á þessari framkvæmd vonandi bara mjög fljótlega.“

Laugardalsvöllur stenst ekki þær nútímakröfur sem eru settar á knattspyrnuleikvanga. Það birtist meðal annars í því að íslenska karlalandsliðið þurfti að hefja undankeppni HM á þremur útileikjum í mars sökum þess að Laugardalsvöllur er ekki metinn keppnishæfur svo snemma árs.

Guðni segir völlinn í núverandi ásigkomulagi, takmarka möguleika íslensku landsliðanna á að komast á stórmót.

„Þetta takmarkar okkar möguleika á að komast á stórmót, það er bara þannig. Við skerum okkur úr í Evrópu hvað þetta varðar og þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir okkur. Við höfum auðvitað náð frábærum árangri með okkar landslið undanfarin ár og viljum sækja fram, viljum komast á fleiri stórmót. Völlurinn er orðinn barn síns tíma, 60 ára gamall að upplagi og það er bara kominn tími á endurnýjun.

Viðtalið við Guðna og þátt 433.is í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Í gær

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Í gær

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni