fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Hrokafull hegðun og COVID partý síðasti naglinn í kistu hans

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 08:34

Maddisonn (til hægri).

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það verður erfitt fyrir James Maddisson að hrista af sér ásakanir um að vera hrokafullur, það eru 18 mánuðir frá hans eina landsleik. Að brjóta COVID-19 reglurnar til að fara í partý er án nokkurs vafa síðasti naglinn í EM kistu hans,“ segir í fyrirsögn Daily Mail um stöðu James Maddisson miðjumanns Leicester.

Brendan Rodgers stjóri Leicester gómaði fjóra leikmenn sína í gleðskap fyrir rúmri viku, það var ástæða þess að fjórir leikmenn voru ekki í hóp liðsins í tapi gegn West Ham í gær.

James Maddison, Harvey Barnes og Hamza Choudhury skelltu sér allir í gleðskap heima hjá Ayoze Perez samherja sínum. Partýið var haldið þvert á allar reglur eftir tap gegn Manchester City á sunnudegi fyrir viku síðan.

Stjórinn fékk veður af því að leikmennirnir væru í gleðskap og sendi skilaboð á þá alla, hann sagði þeim að hætta þessu og skella sér heim á leið. Samkvæmt enskum blöðum urðu leikmennirnir hræddir við skilaboðin frá Rodgers, þeir slökktu öll ljós heima hjá Perez og földu sig. Helmingur gesta í gleðskapnum tók leigubíla heim til Choudhury sem býr fyrir utan Leicester.

Lögreglan mætti á heimili Perez sem er rétt hjá heimavelli Leicester rétt eftir miðnætti. Leikmennirnir voru settir úr hóp hjá Leicester í gær þegar liðið tapaði gegn West Ham.

Ensk blöð telja að Maddisson eigi ekki nokkurn möguleika á að komast í hóp Englands fyrir Evrópumótið í sumar, Gareth Southgate vilji sleppa því að taka menn sem eru umdeildir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton