fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Dortmund sigraði Stuttgart í markaleik

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 18:37

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dortmund vann Stuttgart í síðasta leik dagsins í þýsku Bundesligunni. Þeir halda enn í veika von um að ná Meistaradeildarsæti.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Dortmund. Sasa Kalajdzic kom heimamönnum í Stuttgart yfir eftir rúmlega korter. Það var eina markið sem skorað var í fyrri hálfleik.

Gestirnir snéru leiknum þó við í byrjun seinni hálfleiks með mörkum frá Jude Bellingham og Marco Reus. Staðan orðin 1-2.

Daniel Didavi jafnaði fyrir Stuttgart á 78.mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Ansgar Knauff sigurmark Dortmund.

Dortmund er í fimmta sæti, 7 stigum frá Frankfurt sem er í sætinu fyrir ofan þegar sex umferðir eru eftir.

Stuttgart er með 39 stig í níunda sæti og getur enn látið sig dreyma um Evrópusæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield

Dreymir um leikmann Arsenal á Anfield
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rekinn frá Liverpool

Rekinn frá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt

Gerrard svekktur með að Liverpool hafi ekki reynt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Í gær

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar

Vill fá framtíðina á hreint fyrir fyrsta janúar
433Sport
Í gær

Zirkzee ætlar sér burt

Zirkzee ætlar sér burt
433Sport
Í gær

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn

Lamine Yamal vill ekki láta bera sig saman við neinn
433Sport
Í gær

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar

Áfram heldur stormurinn í kringum Beckham-fjölskylduna – Sjáðu hvað eiginkona sonarins birti yfir hátíðarnar