fbpx
Föstudagur 30.janúar 2026
433Sport

Ekki komið til tals að reka Klopp

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool þarf ekki að hafa áhyggjur af starfi sínu, eigendur félagsins styðja hans heils hugar. Þetta segja ensk blöð.

FSG eigendur Liverpool hafa samkvæmt fréttum látið Klopp vita að félagið styður hans í starfi þrátt fyrir brösugt gengi.

Englandsmeistarar Liverpool tóku á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Fulham en leikið var á Anfield, heimavelli Liverpool. Anfield hefur oftar en ekki reynst Liverpool vel. Völlurinn hefur verið algjört virki og erfitt fyrir andstæðinga Liverpool að ná sigri þar. Raunin hefur hins vegar verið önnur upp á síðkastið.

Tapið í fyrradag gegn Fulham var sjötta tap Liverpool í röð á Anfield. Þetta er í fyrsta skipti síðan tímabilið 1953-54 sem Liverpool tapar sex leikjum í röð á heimavelli. Eftir 28 leiki í fyrra var Liverpool með 79 stig, liðið hafði þá aðeins gert eitt jafntefli og tapað einum leik. Liðið hafði unnið 26 af fyrstu 28 leikjum tímabilsins.

Í fréttum enskra blaða kemur fram að eigendur Liverpool hafi ekki áhyggjur af því að Klopp mistekst að koma Liverpool í Meistaradeildina, fjárhagsstaða félagsins sé sterk og að félagið lifi það af að missa af sætinu í eitt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tottenham á meðal fjölda liða sem vilja Sterling

Tottenham á meðal fjölda liða sem vilja Sterling
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skuggalegt innbrot – Fluttu inn fyrir jól og eru miður sín

Skuggalegt innbrot – Fluttu inn fyrir jól og eru miður sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skipti Norðmannsins hanga á bláþræði

Skipti Norðmannsins hanga á bláþræði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yfirgefur Arsenal formlega í dag

Yfirgefur Arsenal formlega í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera hjá liði Alberts – Tveir frá Lundúnaliðinu gætu komið fyrir gluggalok

Nóg að gera hjá liði Alberts – Tveir frá Lundúnaliðinu gætu komið fyrir gluggalok
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þessi ummæli Victoriu Beckham vekja mikla athygli í ljósi stríðsins við elsta soninn

Þessi ummæli Victoriu Beckham vekja mikla athygli í ljósi stríðsins við elsta soninn