fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Settur í bann út tímabilið fyrir „óviðeigandi hegðun“ og gert að sitja fræðslunámskeið

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 8. mars 2021 18:27

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sebastian Coltescu, sem var fjórði dómarinn í leik PSG og Istanbul Basaksehir í leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, hefur verið meinað að vera hluti af dómarateymum í leikjum á vegum UEFA út tímabilið.

Leikmenn PSG og Istanbul gengu af velli í leik liðanna í desember síðastliðunum og sökuðu Coltescu um að hafa verið með kynþáttaníð gagnvart Pierre Webo, einstaklingi í þjálfarateymi Istanbul.

Coltescu, sem er frá Rúmeníu, á að hafa notað rúmenska orðið „negru“ um Webo sem þýðir ‘svartur’ á rúmensku.

Demba Ba, leikmaður Istanbul, lét dómarann heyra það í kjölfarið.

„Þegar að þú ert að minnast á leikmann sem að er hvítur á hörund þá segirðu ekki ‘hvíti maðurinn þarna’, þú segir ‘þessi þarna’.

„Afhverju ertu þá að segja ‘þessi svarti gaur’ í þessu tilfelli?“ sagði Demba Ba við dómarann.

Coltescu hefur verið meinað að koma að leikjum á vegum UEFA vegna „óviðeigandi hegðunar“ þá er honum gert að sitja fræðslunámskeið tengt þessar óviðeigandi hegðun fyrir þann 30. júní næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki