fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Læknir taldi lífslíkur Ferguson litlar – „80% líkur á að hann myndi ekki hafa þetta af“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 13:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný heimildarmynd um líf  Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóra Manchester United, kemur út á næstunni. Myndin ber nafnið Never Give In. Meðal annars er farið yfir þegar Ferguson hlaut heilablæðingu árið 2018.

Joshi George, læknir Ferguson á þessum tíma taldi að fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United ætti aðeins 20% lífslíkur eftir að hafa hlotið heilablæðinguna.

„Ég man að ég taldi 80% líkur á að hann myndi ekki lifa þetta af,“ segir læknir Ferguson í myndinni.

Þetta voru erfiðir tíma fyrir Sir Alex og fjölskyldu hans.

„Ég man að ég datt, eftir það man ég ekki neitt. Allt í einu stoppaði allt og ég var í einskismannslandi. Á þessum degi komu inn fimm tilfelli af heilablæðingu á spítalanum sem ég var lagður inn á. Þrír létu lífið og aðeins tveir höfðu það af, ég var einn þeirra. Ég veit að ég var heppinn,“ sagði Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

KA tekur á móti PAOK á Akureyri

KA tekur á móti PAOK á Akureyri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“
433Sport
Í gær

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum
433Sport
Í gær

Kveður KA og heldur heim á leið

Kveður KA og heldur heim á leið