fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
433Sport

David Beckham er grunaður um svindl og svínarí

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 6. mars 2021 06:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham eigandi Inter Miami í Bandaríkjunum er grunaður um svindl og svínarí á reglum MLS deildarinnar. Rannsókn er farin af stað og er Beckham sem eigandi félagsins grunaður um að hafa farið á svig við reglur.

Málið tengist Blaise Matuidi miðjumanni félagisns sem kom til Miami frá Juventus í ágúst. Inter Miami er sakað um að hafa farið á svig við reglur er varðar launapakka Matuidi.

Í MLS deildinni eru stjörnuleikmenn vel borgaðir en aðrir fara í sama hattinn og eru á fremur lélegum launum miðað við atvinnumenn í knattspyrnu.

Matuidi fellur í seinni flokkinn og er ekki flokkaður sem stjörnuleikmaður á launaskrá Inter Miami. Grunur leikur á um að Beckham og félagar hafi borgað honum á annan hátt en í gegnum félagið.

„MLS hefur hafið formlega rannsókn á samningi Inter Miami við Blaise Matuidi, við tjáum okkur ekki meira fyrr en rannsókn er lokið,“ sagði í yfirlýsingu deildarinnar.

Inter Miami var á sínu fyrsta tímabili á síðustu leiktíð, liðið mun á þessu ári leika undir sjtórn Phil Neville.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir stuðningsmenn Tottenham geta snúist gegn Kane ef hann fer – „Mun valda mörgum vonbrigðum“

Segir stuðningsmenn Tottenham geta snúist gegn Kane ef hann fer – „Mun valda mörgum vonbrigðum“
433Sport
Í gær

Áslaug Arna tók Lagerback í yfirheyrslu – „Ég er ekki bara að segja þetta þegar ég tala við þig“

Áslaug Arna tók Lagerback í yfirheyrslu – „Ég er ekki bara að segja þetta þegar ég tala við þig“
433Sport
Í gær

Viðari blöskrar og sakar nágranna sína í Hafnarfirði um lygar – „Mér er þvert um geð að þurfa að setja ofnagreint á blað“

Viðari blöskrar og sakar nágranna sína í Hafnarfirði um lygar – „Mér er þvert um geð að þurfa að setja ofnagreint á blað“
433Sport
Í gær

Fullyrðir að United sé komið vel á veg í viðræðum um kaup á Varane

Fullyrðir að United sé komið vel á veg í viðræðum um kaup á Varane
433Sport
Í gær

Lagerback á beinni línu hjá Áslaugu Örnu í dag

Lagerback á beinni línu hjá Áslaugu Örnu í dag
433Sport
Í gær

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“

Bjartsýnn á að málin fari að skýrast með Laugardalsvöll sem sé barn síns tíma og „Takmarki möguleika okkar á að komast á stórmót“