fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Sturluð samsæriskenning – Eru stjörnur Liverpool í hatrömu stríði?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. mars 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Chelsea en leikið var á Anfield. Eina mark leiksins kom á 42. mínútu, það skoraði Mason Mount eftir stoðsendingu frá N’Golo Kanté. 1-0 sigur Chelsea staðreynd og um leið mikilvæg þrjú stig í pokann. Chelsea situr í 6. sæti deildarinnar með 44 stig.

Englandsmeistarar Liverpool sitja í 7. sæti með 43 stig og ljóst að félagið er í miklum vandræðum. Michael Owen fyrrum framherji félagsins heldur því fram að stjörnur liðsins, Mo Salah og Sadio Mane séu í stríði.

Þessa kenningu byggir Owen á því að Mane er hættur að fara niður í vítateig andstæðinganna. Hann telur að Mane sleppi því að fara niður vegna þess að Salah er vítaskytta liðsins.

„Ég trúði því ekki að hann hefði ekki farið niður, ég er ekki að mæla með því að hann fari niður samt,“ sagði Owen.

„Þetta var frábær snerting og hann taldi sig mögulega eiga séns á því að skora. Hann gerði þetta sama fyrir viku síðan gegn Sheffield United.“

Atvikið sem kom upp í gær kom upp snemma leiks en Mane fékk snertingu en hélt áfram. Atvikið er neðst í fréttinni.

„Ég er farin að velta því fyrir mér, þetta er eitthvað sem ég hef verið með í hausnum. Salah er vítaskytta liðsins og ef Mane á séns á því að skora þá gæti hann hugsað um það að skora, ef hann fer niður þá fær Salah tækifæri á að skora úr vítaspyrnu.“

„Þessir leikmenn hafa barist um gullskóinn síðustu ár. Þetta gæti verið samsæriskenning, en það er rosaleg samkeppni á milli hans og Salah. Við höfum séð þá sleppa því að senda á hvorn annan þegar annar þeirra er í miklu betri stöðu.“

„Við sjáum sjálfselsku í þessu. Ég hef séð Mane fara niður í þessari stöðu, að hann geri það ekki tvo leiki í röð fær mig til að hugsa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Í gær

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Í gær

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton