fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
433Sport

Allt sauð upp úr í gær: „„Haltu kjafti, helvítis typpahaus“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 08:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Crystal Palace tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn fór fram á Selhurst Park og endaði með markalausu jafntefli. Það eru vondar fréttir fyrir Manchester United sem má ekki við því að tapa stigum ætli liðið sér að veita nágrönnum sínum í Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn.

Liðið er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 51 stig, fjórtán stigum á eftir Manchester City sem virðist ekki geta tapað knattspyrnuleik um þessar mundir.

Leikmenn Manchester United voru pirraðir innan vallar og þá sérstaklega Harry Maguire og Marcus Rashford í síðari hálfleik.

Rashford átti verulega slakan leik og í síðari hálfleik var hann rangstæður, klaufalegt og Maguire var bjrálaður.

„Hvað viltu að ég geri?,“ öskraði Rashford á Maguire sem hafði verið að lesa yfir honum fyrir að vera ekki kominn upp í línu.

Maguire var fljótur til svars. „Drullast til að koma þér úr rangstöðunni,“ sagði fyrirliðinn.

Það var þá sem að Rashford fékk nóg og sturlaðist. „Haltu kjafti, helvítis typpahaus,“ öskraði Rashford til baka á fyrirliða sinn samkvæmt Mirror.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Solskjær ósáttur við Son – „Ef hann væri sonur minn þá fengi hann ekki að borða“

Solskjær ósáttur við Son – „Ef hann væri sonur minn þá fengi hann ekki að borða“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sheffield United reyndist engin fyrirstaða fyrir Arsenal

Sheffield United reyndist engin fyrirstaða fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Það sauð á stuðningsmönnum Manchester United: Hársbreidd frá því að stúta sjónvarpinu – „Son er því miður aumingi“

Það sauð á stuðningsmönnum Manchester United: Hársbreidd frá því að stúta sjónvarpinu – „Son er því miður aumingi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir langvinn meiðsli – Íhugaði að leggja skóna á hilluna

Sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir langvinn meiðsli – Íhugaði að leggja skóna á hilluna