fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Aron Einar segir sögu Guðjóns um Eið Smára og Gylfa vera skáldskap – „Galið og kjánalegt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 11:20

Aron og Gylfi í Frakklandi árið 2016. Getty IMages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarson fyrirliði Íslands segir það furðulega leið að búa til sögur til þess eins að auglýsa hlaðvarpsþátt. Aron Einar sat fyrir svörum á fréttamannafundi landsliðsins í dag og svaraði fyrir þær sögur sem Guðjón Þórðarson setti fram í hlaðvarpsþættinum, The Mike Show.

Guðjón, fyrrum landsliðsþjálfari hefur ekki hug á því að útskýra orð sín frekar er varðar ummæli hans um ósætti Eiðs Smára Guðjohnsen og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Gylfi Þór steig sjálfur fram í viðtali við okkur í gær og hafnaði þessu alfarið. „Ég kannast ekki við ósætti milli míns og Eiðs Smára, nema þá að Guðjón Þórðarson viti eitthvað meira en ég,“ sagði Gylfi Þór í einkaviðtali við 433.is í gær.

Lestu ítarlegt viðtal við Gylfa um málið hérna hérna

Guðjón hafði látið þessi ummæli eftir sér hafa í hlaðvarpsþættinum The Mike Show. „„Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón í þættinum.

© 365 ehf / Anton Brink

Galið og kjánalegt:

Aron Einar segir það furðulega leið að setja fram svona sögur án þess að hafa eitthvað fyrir sér í því. „Auðvitað hikstar liðið og þá er reynt að finna einhverja punkta til að tala um og ræða. Að koma með einhverja svona sögu út í loftið, sem er ekki rétt, finnst mér galið og kjánalegt. Það er allt í lagi að gagnrýna okkur, við eigum það skilið. að rýna til gagns er mikilvægt fyrir okkur. Að búa til sögur sem eru ekki sannar, til þess að auglýsa eitthvað. Mér finnst það fáranlegt,“ sagði Aron á fréttamannafundi í dag.

Aron Einar segir að íslenska liðið þurfi að svara fyrir sig innan vallar á morgun gegn Liechtenstein eftir slæmt tap í Armeníu á sunnudag. „Við erum ein heild og lið sem þarf að stíga upp. Við þurfum að gera það innan hópsins. Það gerir það enginn annar fyrir okkur. Þegar við erum ekki að standa okkur eins vel og við viljum þá þurfum við að sýna karakter eftir slæm úrslit. Við þurfum að sýna það inni á vellinum en ekki á blaðamannafundi með því að tala um hluti. VIð þurfum að sýna það í verki.“

Lítið að segja um Viðar:

Málefni Málefni Viðars Arnars Kjartanssonar hafa ratað í fjölmiðla og var mikið fjarðarfok í gær. Viðar er ekki í hópnum. Arnar Þór kom fram í viðtölum og sagði að norska félagið Valerenga hefði hafnað því að leyfa Viðari að fara í komandi landsliðsverkefni. Viðar hafnaði þessu og sömuleiðis félagið hans í Noregi, mismunandi túlkun á samskiptum frá því í upphafi mars virðist hafa orsakað það.

„Ég hef voðalega lítið um mál Viðars að segja. Auðvitað tökum við eftir fréttum og sjáum hvað er í gangi. Maður kemst ekki framhjá því,“ sagði Aron á fundinum í Liechtenstein

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins
433Sport
Í gær

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Í gær

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina