fbpx
Föstudagur 23.apríl 2021
433Sport

Hausverkur Arnars – Hver verður númer eitt hjá íslenska landsliðinu undir hans stjórn?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttur 433 hóf göngu sína í gær, þátturinn verður á dagskrá alla þriðjudaga klukkan 21:30 á Hringbraut. Fyrsti gestur þáttarins í gær var Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.

Arnar Þór fer af stað sem landsliðsþjálfari Íslands síðar í þessum mánuði, fram undan eru þrír mikilvægir leikir í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Liðið hefur leik gegn Þýskalandi 25 mars, þremur dögum síðar er leikur gegn Armeníu og 31 mars heimsækir liðið Liechtenstein. Laugin er djúp fyrir Arnar Þór að skella sér í en það flækir verkefnið að Ísland þarf að byrja keppnina á þremur útileikjum.

Þegar Arnar Þór tók við starfinu átti flestir von á því að hann myndi setja traust sitt á Rúnar Alex Rúnarsson í markinu, staðan í dag virðist önnur. Arnar Þór segir að Hannes Þór Halldórsson, Rúnar Alex og Ögmundur Kristinsson komi allir til greina sem fyrsti kostur í markið.

Hannes er 36 ára gamall og hefur átt stöðuna síðustu ár, flest bendir til þess að hann haldi stöðu sinni á meðan hinir markverðirnir spila afar lítið með félagsliði sínu.

„Þarna eru þessir þrír markverðir sem koma til greina, til að vera alveg heiðarlegur þá höfum við ekki tekið neina ákvörðun hver mun standa í markinu á móti Þjóðverjum. Við höfum átt samtal við alla þessa þrjá markmenn, ég hef talað við þá alla og Halldór líka,“ sagði Arnar Þór í sjónvarpsþættinum í gær.

„Við tókum þá ákvörðun mjög snemma, þegar við komum saman og nær dregur þá þurfum við að fara að púsla þessu byrjunarliði saman aðeins betur. Eins og staðan eru allir þessir þrír markverðir með möguleika á að byrja.“

Elías Rafn Ólafsson og Patrik Gunnarsson hafa verið í U21 árs liðinu og fara að öllum líkindum með liðinu á Evrópumótið. „Þeir verða mjög líklega U21 árs liðinu í lokakeppninni,“ sagði Arnar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lingard opnar sig um andleg veikindi – Íhugaði að taka sér pásu frá fótbolta áður en hann fór til West Ham

Lingard opnar sig um andleg veikindi – Íhugaði að taka sér pásu frá fótbolta áður en hann fór til West Ham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lásu stjórnarmönnum Arsenal pistilinn er þeir útskýrðu umdeilda ákvörðun – „Hafið ekki hugmynd um hvað á sér stað hérna“

Lásu stjórnarmönnum Arsenal pistilinn er þeir útskýrðu umdeilda ákvörðun – „Hafið ekki hugmynd um hvað á sér stað hérna“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tjáir sig um það þegar hún fækkaði fötum fyrir framan milljónir manna – „Mjög þakklát fyrir þessa reynslu“

Tjáir sig um það þegar hún fækkaði fötum fyrir framan milljónir manna – „Mjög þakklát fyrir þessa reynslu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pepsi Max deildin: Hvar er stemningin?

Pepsi Max deildin: Hvar er stemningin?
433Sport
Í gær

Lærdómsríkt ár Óskars Hrafns – „Við erum ekki allir kaldir karlar sem finnum ekki fyrir neinu“

Lærdómsríkt ár Óskars Hrafns – „Við erum ekki allir kaldir karlar sem finnum ekki fyrir neinu“
433Sport
Í gær

Real Madrid á toppinn eftir sigur á Cádiz – Benzema frábær

Real Madrid á toppinn eftir sigur á Cádiz – Benzema frábær
433Sport
Í gær

UEFA neyðist líklega til að breyta Meistaradeildinni eftir umræðu um Ofurdeildina

UEFA neyðist líklega til að breyta Meistaradeildinni eftir umræðu um Ofurdeildina
433Sport
Í gær

Bale og Son tryggðu Tottenham mikilvæg stig í Evrópubaráttunni

Bale og Son tryggðu Tottenham mikilvæg stig í Evrópubaráttunni