fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Hausverkur Arnars – Hver verður númer eitt hjá íslenska landsliðinu undir hans stjórn?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsþáttur 433 hóf göngu sína í gær, þátturinn verður á dagskrá alla þriðjudaga klukkan 21:30 á Hringbraut. Fyrsti gestur þáttarins í gær var Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.

Arnar Þór fer af stað sem landsliðsþjálfari Íslands síðar í þessum mánuði, fram undan eru þrír mikilvægir leikir í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Liðið hefur leik gegn Þýskalandi 25 mars, þremur dögum síðar er leikur gegn Armeníu og 31 mars heimsækir liðið Liechtenstein. Laugin er djúp fyrir Arnar Þór að skella sér í en það flækir verkefnið að Ísland þarf að byrja keppnina á þremur útileikjum.

Þegar Arnar Þór tók við starfinu átti flestir von á því að hann myndi setja traust sitt á Rúnar Alex Rúnarsson í markinu, staðan í dag virðist önnur. Arnar Þór segir að Hannes Þór Halldórsson, Rúnar Alex og Ögmundur Kristinsson komi allir til greina sem fyrsti kostur í markið.

Hannes er 36 ára gamall og hefur átt stöðuna síðustu ár, flest bendir til þess að hann haldi stöðu sinni á meðan hinir markverðirnir spila afar lítið með félagsliði sínu.

„Þarna eru þessir þrír markverðir sem koma til greina, til að vera alveg heiðarlegur þá höfum við ekki tekið neina ákvörðun hver mun standa í markinu á móti Þjóðverjum. Við höfum átt samtal við alla þessa þrjá markmenn, ég hef talað við þá alla og Halldór líka,“ sagði Arnar Þór í sjónvarpsþættinum í gær.

„Við tókum þá ákvörðun mjög snemma, þegar við komum saman og nær dregur þá þurfum við að fara að púsla þessu byrjunarliði saman aðeins betur. Eins og staðan eru allir þessir þrír markverðir með möguleika á að byrja.“

Elías Rafn Ólafsson og Patrik Gunnarsson hafa verið í U21 árs liðinu og fara að öllum líkindum með liðinu á Evrópumótið. „Þeir verða mjög líklega U21 árs liðinu í lokakeppninni,“ sagði Arnar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði