fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Þorsteinn fylgist náið með Amöndu: „Vonandi er hún framtíðarleikmaður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 16:00

Amanda er afar efnileg knattspyrnukona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við spilum tvo leiki, þetta er verkefni til að kynna áherslur og hefja undirbúning á HM í haust,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna á fréttamannafundi í dag.

Íslenska liðið heldur til Ítalíu eftir páska en liðið leikur tvo leiki, annan gegn Ítölum en það má ekki gefa upp hver hinn andstæðingurinn verður.

Þorsteinn er að fara inn í sitt fyrsta verkefni sem þjálfari en átta af hans leikmönnum sem leika á Íslandi fá ekki að æfa sína íþrótt á eðlilegan hátt þessa dagana, á Íslandi er íþróttafólki bannað að æfa á eðlilegan hátt vegna veirunnar.

„Það er ekki draumastaða en það er ekki langt í verkefnið. Þetta er ekki þægilegt staða að vera alltaf að byrja og stoppa að æfa. Þú spilar engan leiki og það hjálpar ekki þróun leikmanna. Þetta verður erfiðara fyrir þá leikmenn sem eru eldri, þá þarftu meiri rútína. Ef allt gengur upp þá verður þetta stutt stopp og hefur takmörkuð áhrif.“

Guðbjörg Gunnarsdóttir, hinn reyndi markvörður er ekki í hópnum. „Hún var í sjálfu sér ekki í plönunum okkar, hún var meidd um daginn en er að koma sér af stað. Það eru engir leikir í Noregi, ég met það þannig að hún þurfi að koma sér í gang. Þannig ýtir hún á sæti í landsliðinu.“

Amanda Andradóttir 17 ára leikmaður Vålerenga var til umræður á fundinum. „Ég hef aðeins rætt það, það var nú bara til að hlera stöðuna. Hún var þannig séð ekki í myndinni fyrir þennan hópnum. Hún hefur ekkert verið að spila, hún hefur æft á fullu. Vonandi kemur hún sér í liðið hjá Vålerenga og þróast og þroskast. Vonandi er hún framtíðarleikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin

Segir farir sínar ekki sléttar eftir fund með yfirmanninum – Kona hans og börn grétu eftir tíðindin
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum

Vestri fær landsliðsmann frá Senegal – Skoraði gegn Arsenal fyrir nokkrum árum
433Sport
Fyrir 2 dögum

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð

FIFA gæti fengið á sig kærur eftir að Ronaldo fékk sérmeðferð