fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Þorsteinn fylgist náið með Amöndu: „Vonandi er hún framtíðarleikmaður“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 16:00

Amanda er afar efnileg knattspyrnukona.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við spilum tvo leiki, þetta er verkefni til að kynna áherslur og hefja undirbúning á HM í haust,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna á fréttamannafundi í dag.

Íslenska liðið heldur til Ítalíu eftir páska en liðið leikur tvo leiki, annan gegn Ítölum en það má ekki gefa upp hver hinn andstæðingurinn verður.

Þorsteinn er að fara inn í sitt fyrsta verkefni sem þjálfari en átta af hans leikmönnum sem leika á Íslandi fá ekki að æfa sína íþrótt á eðlilegan hátt þessa dagana, á Íslandi er íþróttafólki bannað að æfa á eðlilegan hátt vegna veirunnar.

„Það er ekki draumastaða en það er ekki langt í verkefnið. Þetta er ekki þægilegt staða að vera alltaf að byrja og stoppa að æfa. Þú spilar engan leiki og það hjálpar ekki þróun leikmanna. Þetta verður erfiðara fyrir þá leikmenn sem eru eldri, þá þarftu meiri rútína. Ef allt gengur upp þá verður þetta stutt stopp og hefur takmörkuð áhrif.“

Guðbjörg Gunnarsdóttir, hinn reyndi markvörður er ekki í hópnum. „Hún var í sjálfu sér ekki í plönunum okkar, hún var meidd um daginn en er að koma sér af stað. Það eru engir leikir í Noregi, ég met það þannig að hún þurfi að koma sér í gang. Þannig ýtir hún á sæti í landsliðinu.“

Amanda Andradóttir 17 ára leikmaður Vålerenga var til umræður á fundinum. „Ég hef aðeins rætt það, það var nú bara til að hlera stöðuna. Hún var þannig séð ekki í myndinni fyrir þennan hópnum. Hún hefur ekkert verið að spila, hún hefur æft á fullu. Vonandi kemur hún sér í liðið hjá Vålerenga og þróast og þroskast. Vonandi er hún framtíðarleikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átta barna faðir handtekinn í fjórða sinn – Borgar ekki meðlag

Átta barna faðir handtekinn í fjórða sinn – Borgar ekki meðlag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm