fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Einkunnir þegar Ísland fékk skelll í Þýskalandi – Þrír fá þrjá

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 21:35

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið átti litla möguleika þegar það heimsótti Þýskaland í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM. Um var að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.

Íslenska liðið byrjaði hræðilega en eftir rúmar tvær mínútur komst þýska liðið yfir. Leon Goretzka skoraði þá fínt mark en Hörður Björgvin Magnússon svaf á verðinum og gerði Þjóðverja réttstæða.

Kai Havertz kom svo Þýskalandi í 2-0 á sjöundu mínútu leiksins eftir að Leroy Sane hafði fíflað Alfons Sampsted.

Ilkay Gundogan kom svo Þjóðverjum í 3-0 á 56 mínútu með föstu skoti fyrir utan teiginn, óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson. Fleiri voru mörkin ekki

Ísland mætir Armeníu á sunnudag en einkunnir eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 5
Var varnarlaus í öllum mörkunum

Alfons Sampsted 3
Átti í miklum vandræðum með Leroy Sane allan leikinn, lét taka sig í bólinu í öðru markinu.

Kári Árnason 4
Langt því frá besti leikur Kára og kannski eðlilegt þegar hann hefur aðeins spilað æfingaleiki síðan í nóvember

Sverrir Ingi Ingason 4
Átti eins og aðrir varnarmenn liðsins í stökustu vandræðum

Hörður Björgvin Magnússon 3
Gerði sig sekan um að sitja eftir og spila Þjóðverja réttstæða í fyrsta markinu

Arnór Ingvi Traustason (´71) 3
Týndur stærstan hluta leiksins, bæði varnar og sóknarlega.

Aron Einar Gunnarsson 5
Virtist ekki alveg finna sig í nýju leikkerfi framan af leik en bætti sig þegar á leið.

Guðlaugur Victor Pálsson (´89) 5
Ágætis dagsverk en oft verið betri

Rúnar Már Sigurjónsson (´40) 4
Þurfti að fara út af vegna meiðsla, gaf slaka sendingu í öðru markinu.

Birkir Bjarnason 6 – Maður leiksins
Var líklegasti maður Íslands í annars erfiðum leik, átti oft ágætis rispur.

Jón Daði Böðvarsson (´89) 4
Einn og yfirgefinn í fremstu víglínu stærstan hluta leiksins.

Varamenn:

Albert Guðmundsson (´40) 6
Þorði að halda í boltann þegar hann fékk hann og barðist eins og ljón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton