fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
433Sport

Víðir hugsi eftir niðurstöðu helgarinnar: „Að engu verði breytt og vænt­an­lega þurfi að bíða til árs­ins 2023

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 08:36

Jón Daði í viðtali við Víðir Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eig­in­lega stór­merki­legt að til­lög­urn­ar um fjölg­un leikja í efstu deild karla í fót­bolta sem lagðar voru fyr­ir ársþing KSÍ á laug­ar­dag­inn skyldu hvor­ug fá nægi­lega mik­inn stuðning, eins og fjallað er um hér til hliðar,“ skrifar Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu í pistli sínum í blað dagsins.

Það var hart tekist á á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem ræddar voru tillögur um breytingu á efstu deild karla. Fram, Fylkir, ÍA og starfshópur KSÍ höfðu lagt inn tillögur um breytingu á mótafyrirkomulagi efstu deildar karla á ársþingi KSÍ sem fer fram þessa stundina. Fylkir og ÍA drógu tillögur sínar til baka og því var kosið um tvær tillögur, önnur þeirra var frá Fram og hin frá starfshópi KSÍ.

Fram lagði til fjölgun í efstu deild upp í 14 lið en starfshópurinn lagði til að áfram yrðu 12 lið en eftir tvöfalda umferð yrði deildin tvískipt þar sem sex efstu liðin myndu mætast og sex neðstu. Báðar þessar tillögur voru felldar en 2/3 þurftu að kjósa með tillögu svo hún gæti verið samþykkt. 58% voru með tillögu Fram en 54% með tvískiptri deild. Það er ekki nægur stuðningur og báðar tillögur því felldar. Efsta deild verður því áfram með sama hætti, tólf liða deild þar sem leikin er tvöföld umferð.

Víðir er hugsi yfir þessari niðurstöðu og ræðir breytingar sem gæti þurft að fara í. „Og þar með sitja all­ir uppi með þá niður­stöðu að engu verði breytt og vænt­an­lega þurfi að bíða árs­ins 2023 til að fá fram fleiri leiki. Þetta skil­ur eft­ir sig marg­ar spurn­ing­ar. Er 67 pró­sent þrösk­uld­ur­inn til að breyt­ing­ar verði samþykkt­ar of hár?.“

Ljóst er að á ársþingi kjósta flest félög með sínum hagsmunum fyrir komandi ár en ekki með hugann við framtíð fótboltans. „Er ársþingið sjálft rétti vett­vang­ur­inn til að taka ákv­arðanir um breyt­ing­ar eins og þess­ar? Ætti frek­ar að skipa sér­stak­an starfs­hóp eða ráð sem tek­ur end­an­leg­ar ákv­arðanir um móta­haldið?.“

Leikmenn voru ekki með í ráðum þegar breytingar voru til umræðu. „Ættu leik­menn að hafa eitt­hvað að segja? Sam­kvæmt könn­un leik­manna­sam­tak­anna vilja yfir 90 pró­sent leik­manna að leikj­um sé fjölgað,“ skrifar Víðir í Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brutust inn í nótt og notuðu byssur til að ógna þeim – Tveggja ára sonur þeirra horfði á allt

Brutust inn í nótt og notuðu byssur til að ógna þeim – Tveggja ára sonur þeirra horfði á allt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Evrópudeildin: Manchester United og Arsenal áfram í undanúrslit – Emery mætir aftur á Emirates Stadium

Evrópudeildin: Manchester United og Arsenal áfram í undanúrslit – Emery mætir aftur á Emirates Stadium
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan rannsakar athæfi leikmanns Dortmund – Læsti kærustu sína inni og hélt henni nauðugri

Lögreglan rannsakar athæfi leikmanns Dortmund – Læsti kærustu sína inni og hélt henni nauðugri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Velta því fyrir sér hvort Gylfi Þór fái aukna samkeppni í sumar

Velta því fyrir sér hvort Gylfi Þór fái aukna samkeppni í sumar
433Sport
Í gær

Kostulegur framburður á Rás2 vekur mikla athygli – „Kúrbangúlí Míhægjúli“

Kostulegur framburður á Rás2 vekur mikla athygli – „Kúrbangúlí Míhægjúli“
433Sport
Í gær

Eiður Smári í ótrúlegum hópi manna hjá breska ríkissjónvarpinu

Eiður Smári í ótrúlegum hópi manna hjá breska ríkissjónvarpinu
433Sport
Í gær

Meistaradeild Evrópu: Liverpool úr leik – Manchester City áfram í undanúrslit.

Meistaradeild Evrópu: Liverpool úr leik – Manchester City áfram í undanúrslit.