fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Beckham tjáði sig um mögulega komu Messi eða Ronaldo til Inter Miami

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 1. mars 2021 20:08

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham, einn af eigendum bandaríska liðsins Inter Miami, var spurður af blaðamönnum hvort Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo, gætu gengið til liðs við liðið.

Inter Miami er ungt félag, stofnað árið 2018 en Beckham hefur háleit markmið fyrir félagið og hvað leikmannamál varðar þá vill hann fá sigurvegara til liðs við sig.

„Þetta eru leikmenn sem við viljum fá til liðs við okkur, án efa. Ég tel að stuðningsmennirnir kynnu að meta það. Sem eigendur viljum við fá leikmenn til liðsins sem hafa drifkraft, vilja vinna og það er forgangsmál hjá okkur,“ sagði David Beckham.

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, hafa báðir verið orðaðir við Inter Miami.

„Ef við höfum möguleika á því að fá frábæra leikmenn til liðs við okkur á borð við Messi og Ronaldo, þá reynum við það. Þeir hafa verið bestu leikmenn í heimi síðastliðin 15 ár, vegna sinnar vinnusemi,“ sagði David Beckham.

Beckham var á sínum tíma leikmaður Manchester United og spilaði þar undir stjórn Sir Alex Ferguson. Ljóst er að hann lítur mikið upp til síns fyrrum stjóra hvað leikmannakaup varðar og er meðvitaður um að stundum er besti knattspyrnumaðurinn ekki endilega bestu kaupin.

„Sir Alex Ferguson var meistari í því að fá rétta leikmanninn til liðs við Manchester United. Hann var ekki alltaf á eftir besta knattspyrnuleikmanninum í heiminum, heldur sóttist hann eftir leikmönnum sem voru réttir fyrir liðið. Það er eitt af því sem ég vill innleiða hjá þessu félagi,“ sagði David Beckham, einn af eigendum Inter Miami.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar