fbpx
Miðvikudagur 21.janúar 2026
433Sport

Topplið Manchester City sigraði spútniklið West Ham

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 15:01

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City og West Ham United mættust í dag í 26. umferð Ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir leikinn var Manchester City á toppnum með 59 stig, 10 stigum meira en Manchester United í öðru sæti, en West Ham með 45 stig í fjórða sæti.

Leikurinn var afar jafn en það voru City-menn sem byrjuðu betur og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir 30 mínútna leik. Þá skallaði miðvörðurinn Ruben Dias fyrirgjöf Kevin De Bruyne í netið. Darren Randolph, markvörður West Ham var með fingur á boltanum en skallinn var fastur og endaði í markinu.

West Ham-menn voru ekki á þeim buxum að gefast upp og á markamínútunni, þeirri 43., jafnaði Michail Antonio metin. Coufal, vængbakvörður West Ham, átti gott hlaup og gaf hann á Jesse Lingard sem átti skot sem var á leiðinni framhjá en Antonio stýrði boltanum í netið. Staðan var því jöfn, 1-1, í hálfleik.

West Ham-menn áttu góð færi til að skora sigurmarkið í seinni hálfleik en inn vildi boltinn ekki og John Stones skoraði sigurmark Manchester City á 68. mínútu. Riyad Mahrez átti góða sendingu út í teig, beint á John Stones, sem skilaði boltanum í markið. Fleiri voru mörkin ekki og juku City-menn því forskot sitt í 13 stig þegar þeir eiga eftir að spila 12 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool

Til í að gera allt til að komast frá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal vonast til að geta stolið vonarstjörnu af Real Madrid

Arsenal vonast til að geta stolið vonarstjörnu af Real Madrid
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry segir þetta verða að gerast hjá United áður en næsti stjóri er ráðinn

Henry segir þetta verða að gerast hjá United áður en næsti stjóri er ráðinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot furðu lostinn – „Ein skrýtnasta spurning sem ég hef fengið“

Slot furðu lostinn – „Ein skrýtnasta spurning sem ég hef fengið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kemur félaga sínum til varnar eftir erfiða mánuði í London

Kemur félaga sínum til varnar eftir erfiða mánuði í London
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Misboðið yfir aðförinni að séra Friðriki og stofna samtök – „Með ólíkindum hve lítið þarf til að fella löngu liðna menn án dóms og laga“

Misboðið yfir aðförinni að séra Friðriki og stofna samtök – „Með ólíkindum hve lítið þarf til að fella löngu liðna menn án dóms og laga“