fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Zlatan sendir væna pillu á Lebron James

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 11:30

Zlatan Ibrahimovic

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic framherji AC Milan hefur sent pillu á Lebron James, einn besta körfuboltamann í heimi. Hann ráðleggur honum að einbeita sér að íþróttum og hætta að röfla um stjórnmál.

Lebron hefur lengi barist fyrir því sem hann telur rétt í lífinu og sett pressu á stjórnmálamenn. Zlatan segir að það séu mistök sem alltof margir gera.

„Það sem hann gerir innan vallar er magnað, en ég kann illa við það þegar fólk með ákveðna stöðu fer að blanda sér í stjórnmál,“ segir Zlatan.

LeBron James. Mynd:Wikimedia Commons

Zlatan er einn þekktasti íþróttamaður seinni ára og hefur hann átt magnaðan feril. „Gerðu það sem þú ert góður í, ég spila fótbolta af því að ég er bestur í því. Ef ég væri bestur í stjórnmálum þá væri ég í því.“

„Þetta eru fyrstu mistökin sem frægt fólk gerir, það telur sig hafa einhver völd. Það er betra að sleppa þessu og gera það sem það er gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar