fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
433Fastir pennarSport

Einræði betra en eiginhagsmunir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill:

75. ársþing KSÍ verður haldið um helgina en í fyrsta sinn verður þingið rafrænt, ástæðuna þekkja allir. Margir áttu von á því að þingið yrði blóðugt og þar yrði barist um formannsstólinn en svo verður ekki. Enginn þorði að fara í sitjandi formann Guðna Bergsson þrátt fyrir nokkuð snúið síðasta ár.

Miklar kjaftasögur voru á kreiki um að KR-ingar ætluðu að finna öflugan frambjóðanda til að fara gegn Guðna, ekkert var til í slíku og mun Guðni endurnýja umboð sitt um helgina. Það er ljóst að Guðni verður formaður KSÍ í hið minnsta sex ár en hann tók við embættinu árið 2017. Kosningabarátta á þessum tímapunkti hefði getað orðið erfið fyrir Guðna, karlalandsliðinu mistókst að komast á EM, fíaskóið í kringum Jón Þór Hauksson fyrrum þjálfara kvennalandsliðsins og að endingu endalok Íslandsmótsins hefðu getað verið erfið mál fyrir Guðna að fara með í kosningabaráttu.

Stóra málið á þinginu um helgina verða breytingar á efstu deild karla, fjórar tillögur um breytingar á efstu deild liggja fyrir en líklegt er að bæði ÍA og Fylkir bakki með sínar tillögur. Þá sitja eftir tillögur frá starfshópi KSÍ og síðan frá Fram.

Framarar vilja fjölga í efstu deild, í dag eru liðin tólf en Framarar vilja fjórtán lið. Tillaga þeirra virðist sett fram til að auðvelda þessu sögufræga félagi að komast aftur upp í efstu deild, breytingarnar sem ræddar verða um helgina eiga að bæta íslenskan fótbolta. Ekki hef ég enn fundið þann mann sem getur sannfært mig um að fjölgun liða í efstu deild muni bæta deildina.

Íslensk félagslið eru á leið í ruslflokk þegar kemur að Evrópukeppnum, árangurinn hefur verið arfa slakur síðustu ár. Taka þarf í handbremsubeygjuna og skoða hvað hefur farið úrskeiðis og bæta það. Enginn bæting hefur orðið á íslenskum fótbolta frá því að ársþing KSÍ ákvað að fjölga liðum úr 10 í 12 árið 2008. Af hverju ætti fjölgun úr 12 í 14 að vera lykil að betra lífi fótboltans?

Stjórn KSÍ leggur til að halda sig við tólf liða deild, en tvískipta deildinni eftir tvær umferðir og þá myndu betri lið deildarinnar mætast einu sinni og slakari lið deildarinnar einu sinni. Ágætis hugmynd en svona fyrirkomulag hefur misheppnast víðs vegar.

Af hverju ætli Króatar sem hafa fjórar milljónir íbúa telji best fyrir sig að hafa 10 liða efstu deild? Króatar ein besta íþróttaþjóð Evrópu telur best að hafa tíu lið til að hafa deildina betri og jafnari, fleiri betri leikir og liðin og leikmennirnir njóta góðs af. Íslendingar á eyju norður í ballarhafi ætla að reyna að sannfæra mig um að 14 liða efsta deild sé besta leiðin í átt að betri árangri, með rétt rúmlega 350 þúsund íbúa. Danir og Skotar sem telja fleiri milljónir eru með tólf liða deildir, svo dæmi sé tekið.

Það skal öllum vera ljóst að besta niðurstaðan fyrir íslenskan fótbolta næst aldrei á ársþingi KSÍ. Þar eru fjöldi liða sem hafa atkvæðisrétt um mál sem ætti ekki að koma þeim við, af hverju á Huginn á Seyðisfirði að vera með í ráðum þegar ákveðið hvað er best fyrir efstu deild á Íslandi? Eða Vatnaliljurnar sem alltaf hefur leikið í neðstu deild á Íslandi?

Tillaga stjórnar KSÍ virðist sem dæmi vera tillaga til að leita sáttar, breytingin er lítil en gæti verið salomonsdómur til að friða þingið sem gæti náð sátt um málið.

Hálfgert einræði þarf til að besta niðurstaðan fyrir fótboltann náist, eiginhagsmunir eins og tillaga Fram ber vott um er ekki gerð til að bæta fótboltann. Miklu frekar ætti ársþingið að kjósa um að það sé í verkahring starfshóps hjá KSÍ að ákveða hvað er best fyrir íslenskan fótbolta. Félög í neðri deildum eiga ekki að hafa neitt um það að segja hvað sé best fyrir bestu knattspyrnumenn landsins.

Það má svo kom fram að undirritaður telur að tíu liða efsta deild með þremur umferðum sé besta leiðin til að bæta íslenskan fótbolta, fleiri betri leikir, meiri spenna og minna um það að lið komi upp í efstu deild og verði sér til skammar með ömurlegri frammistöðu í hverri viku. Næst efsta deild karla, Lengjudeildin myndi svo njóta góðs af þessu og verða enn betri en hún er í dag.

Tillögurnar sem ræddar verða á þinginu um helgina má sjá hér að neðan.

Tillaga stjórnar KSÍ:
Í efstu deild karla skal leikin tvöföld umferð ásamt úrslitakeppni. Í úrslitakeppni skal leikin einföld umferð á milli sex efstu liða annars vegar og á milli sex neðstu liða hins vegar skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. Í öðrum öllum landsdeildum karla og kvenna er leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman. Keppnin er stigakeppni.

Ákvæði til bráðbirgða árið 2021:
Í efstu deild karla árið 2021 skal leikin tvöföld umferð og leikur hvert lið tvo leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman.

Tillaga Fram:
33.1.1. Efsta deild karla skal skipuð 12 liðum árið 2021. Efsta deild karla skal skipuð 14 liðum árið 2022. Í efstu deild karla árið 2022 leika 14 lið – þau lið sem hafna í 1.-11. sæti í efstu deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 1. deild karla 2021. Í 1. deild karla árið 2022 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í efstu deild karla 2021, þau lið sem hafna í 4.-11. sæti í 1. deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 2. deild karla 2021. Í 2. deild karla árið 2022 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í 1. deild karla 2021, þau lið sem hafna í 4.- 11. sæti í 2. deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 3. deild karla 2021. Í 3. deild karla árið 2022 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í 2. deild karla 2021, þau lið sem hafna í 4.- 11. sæti í 3. deild karla 2021 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 4. deild karla 2021. Í 4. deild karla árið 2022 leika þau lið, sem ekki eiga sæti í fjórum efstu deildunum.

Tillaga Fylkis:
Í efstu deild karla skulu leika 12 lið árið 2021. Í efstu deild karla árið 2022 leika 10 lið – þau 8 lið sem hafna í 1.-8. sæti í efstu deild karla árið 2021 og það lið sem hafnar í 1. sæti 1. deildar karla árið 2021. Lið sem hafnar í 9. sæti efstu deildar árið 2021 skal leika til úrslita, heima og heiman, gegn liði sem hafnar í 2. sæti 1. deildar karla árið 2021 um sæti í efstu deild karla árið 2022.

33.1.2. Í 1. deild karla skulu leika 12 lið árið 2021. Í 1. deild karla árið 2022 leika 14 lið – þau lið sem hafna í 10.-12. sæti í efstu deild karla árið 2021, þau lið sem hafna í 3.-10. sæti í 1. deild karla árið 2021, þau lið sem hafna 1.-2. sæti í 2. deild karla árið 2021 og það lið sem bíður ósigur eftir leiki til úrslita á milli liðs í 9. sæti efstu deildar karla árið 2021 gegn liði sem hafnar í 2. sæti 1. deildar karla árið 2021 um sæti í efstu deild karla árið 2022.

Í efstu deild karla er leikin þreföld umferð. Í 1. deild karla skal leikin tvöföld umferð ásamt umspili á milli félaga í 2.-5. sæti um laust sæti í efstu deild skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

Tillaga ÍA:
Í Íslandsmóti meistaraflokks karla skal þátttakandi liðum skipt í 5 deildir, efsta deild skal skipuð 12 liðum, 1. deild 12 liðum, 2. deild 12 liðum, 3 deild 12 liðum og 4. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið i fjórum efstu deildunum.

Í efstu deild karla skal leikin þreföld umferð og leikur hvert lið þrjá leiki gegn hverju hinna liðanna, heima og heiman, þannig að hvert lið leikur einn eða tvo leiki heima gegn hverju liði, skv. nánara fyrirkomulagi í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Risatíðindi frá Spáni – Sergio Ramos fer frá Real Madrid

Risatíðindi frá Spáni – Sergio Ramos fer frá Real Madrid
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Donnarumma fer til Paris Saint-Germain

Donnarumma fer til Paris Saint-Germain
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Svakalegt innkast Sveindísar – ,,Mögulega það lengsta sem ég hef séð“

Sjáðu myndbandið: Svakalegt innkast Sveindísar – ,,Mögulega það lengsta sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

EM 2020: Wales vann mjög mikilvægan sigur á Tyrkjum

EM 2020: Wales vann mjög mikilvægan sigur á Tyrkjum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

EM: Rússar sigruðu Vetrarstríðið

EM: Rússar sigruðu Vetrarstríðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal hafnar tilboði Aston Villa í ungstirnið

Arsenal hafnar tilboði Aston Villa í ungstirnið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ótrúlegur sprettur Mbappe í gær

Ótrúlegur sprettur Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Danny Rose mættur til Watford

Danny Rose mættur til Watford
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Pavard rotaðist í gær
433Sport
Í gær

Vill ekki spila fallegan fótbolta – „Það er áhrifaríkt að sparka langt fram“

Vill ekki spila fallegan fótbolta – „Það er áhrifaríkt að sparka langt fram“
433Sport
Í gær

Þetta er sagan á bakvið Coca-Cola málið hjá Ronaldo

Þetta er sagan á bakvið Coca-Cola málið hjá Ronaldo