fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Rúrik Gíslason samdi við Viaplay: „Ég tel mig hafa mikið fram að færa“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 09:36

© 365 ehf / Eyþór Rúrik Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, Rúrik Gíslason, sem spilaði 53 landsleiki fyrir Ísland, mun leiða knattspyrnuumfjöllun Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022.

Viaplay tryggði sér nýlega rétt til að sýna frá Þjóðadeild Evrópu, undankeppni EM karla í knattspyrnu sem og Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og UEFA Conference League á tímabilinu 2021/22–2023/24 (er deilt með SÝN).

Rúrik lagði skóna á hilluna síðasta haust og hefur síðan þá fundið sér nýja leið í lífinu, fyrir helgi gaf hann út lag og nú hefur hann samið við Viaplay. ,,Þegar NENT Group/Viaplay tryggir sér réttindi til að sýna frá stórum knattspyrnuviðburðum líkt og tilfellið er hér, leggjum við áherslu á að byggja upp öflugt teymi til að leiða umfjöllun um þessa viðburði. Við höfum verið leiðandi í framleiðslu á íþróttaefni á Norðurlöndunum í meira en 20 ár og höfum í hyggju að vera það einnig á Íslandi. Þar sem Rúrik hefur nýlokið ferli sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu kemur hann með ferska nálgun á viðfangsefnið, mikla þekkingu og byggir þar að auki á eigin reynslu af því að leika knattspyrnu á hæsta gæðaflokki,“ segir Kim Mikkelsen, yfirmaður íþróttamála hjá NENT.

Kantmaðurinn fyrrverandi lék með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi 2018 og FCK í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu 2014/15 og er því að sjálfsögðu mjög spenntur að taka þátt í að færa þessar sömu keppnir heim í stofu til áhorfenda.

,,Síðan ég tók ákvörðun um að leggja skóna á hilluna hef ég verið að leita mér að spennandi og áhugaverðri áskorun. Þegar Viaplay skýrði mér frá framtíðarhugmyndum og plönum varð ég strax til í að taka þátt í þessu verkefni. Ég hlakka mikið til að verða hluti af teymi Viaplay og við ætlum að leggja allt í að færa áhorfendum heimsklassaumfjöllun um fótbolta á Íslandi. Ég tel mig hafa mikið fram að færa með reynslu minni af atvinnumennsku í fótbolta og er spenntur að leggja mitt af mörkum í skemmtilegri, grípandi og áhugaverðri umfjöllun um Meistaradeildina, Evrópudeildina, Conference League sem og leiki íslenska landsliðsins,” segir Rúrik sem lauk ferli sínum sem atvinnumaður í knattspyrnu í árslok 2020 og hafði þá meðal annars leikið fyrir Charlton, FCK og FC Nürnberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi