fbpx
Miðvikudagur 21.apríl 2021
433Sport

Íslenski knattspyrnumaðurinn var ekki einn að verki – Úrin metin á fleiri milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 08:57

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í gær að íslenskur knattspyrnumaður væri grunaður um stórfelldan þjófnað og að málið væri til rannsóknar hjá lögreglu. Félag knattspyrnumannsins og lögreglan staðfestu það í samtali við DV.

Í fréttinni í gær var aðeins fjallað um að knattspyrnumaðurinn hafi verið að verki en nú hefur komið í ljós að hann var ekki einn að verki, samkvæmt heimildum DV voru hið minnsta tveir í viðbót með í för og hafa þeir verið yfirheyrðir af lögreglu vegna málsins. Tekið skal fram að þeir menn tengjast ekki knattspyrnufélaginu né íþróttinni á neinn hátt.

Mönnunum er gefið að sök að hafa rænt heildverslun með úr á höfuðborgarsvæðinu og tekið úr sem metin eru á nokkrar milljónir.

Meira:
Íslenskur knattspyrnumaður grunaður um stórfelldan þjófnað

Atvikið átti sér stað fyrir nokkum vikum en samkvæmt heimildum DV var kúbein notað til að spenna upp hurðina á heildversluninni. Fjöldi myndavéla var á svæðinu sem kom upp um mennina, sem fóru með þýfið á brott og í geymslu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum DV.

Knattspyrnumaðurinn sem er rúmlega tvítugur lék á annan tug leikja í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. Leikmaðurinn hefur leikið fyrir nokkur félög hér á landi og oftar en ekki staðið sig vel.

Lögreglu tókst að hafa upp á mönnunum eftir að myndir náðust af bifreið sem þeir notuðu í ráninu. Umræddur bíll var skráður á félagið sem knattspyrnumaðurinn leikur með og þannig kom málið á borð þeirra.

„Höldur á bílinn, félagið leigði bílinn, maðurinn var með bílinn í sinni umsjón,“ sagði framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar félagsins í samtali við DV í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hin umdeilda Vardy fækkaði fötum á heimili þeirra og birti myndir af því

Hin umdeilda Vardy fækkaði fötum á heimili þeirra og birti myndir af því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Verður sá yngsti í sögunni í kvöld

Verður sá yngsti í sögunni í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Félögin sem eftir eru ætla að halda áfram að undirbúa Ofurdeildina

Félögin sem eftir eru ætla að halda áfram að undirbúa Ofurdeildina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Horfðu á afsökunarbeiðni frá eiganda Liverpool – Margir lesa yfir honum og heimta hann burt

Horfðu á afsökunarbeiðni frá eiganda Liverpool – Margir lesa yfir honum og heimta hann burt
433Sport
Í gær

Fleiri stór tíðindi – Agnelli talinn hafa sagt af sér líka

Fleiri stór tíðindi – Agnelli talinn hafa sagt af sér líka
433Sport
Í gær

Woodward hættur hjá Manchester United

Woodward hættur hjá Manchester United