fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Eiður Smári tjáir sig um óvænta brottreksturinn: „Hægt að gera þetta með aðeins meiri virðingu“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 08:20

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard var rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri Chelsea fyrir viku síðan, tíðindin komu mörgum á óvart enda Lampard stærsta goðsögn í sögu félagsins.

Lampard var á sínu öðru tímabili með félagið, eftir fína byrjun á tímabilinu hallaði undan fæti og félagið ákvað að reka hann. Roman Abramovich, eigandi Chelsea er yfirleitt fljótur að reka stjóra þegar illa gengur.

Það kom hins vegar mörgum á óvart að Lampard fengi ekki ögn meiri vinnufrið, hann hafði lagt sitt að mörkum sem leikmaður og náð fínasta árangri á sínu fyrsta ári í fyrra.

„Það er þess vegna sem það kemur manni á óvart að þetta gerist svona snemma, við vitum hvaða pressa er þegar þú ert stjóri Chelsea. En af því að þetta er Lampard, stærsta goðsögnin fyrr og síðar. Þá kom þetta aðeins á óvart, að þetta skildi gerast svona hratt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands um málið á Síminn Sport í gær.

Getty Images

Eiður segir að Chelsea hafi getað staðið betur að málum þegar búið var að ákveða að reka Lampard, hann frétti það í fjölmiðlum eins og allir aðrir.

„Þegar svona háværar raddir fara af stað, þá er yfirleitt eitthvað á bak við það. Það var aðallega hvernig hann fékk fréttirnar sjálfur, það var bara eins og við. Það var nánast búið að reka hann áður en hann kom á Stamford Bridge, það setur smá skugga yfir félag sem ég elska. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta á annan hátt, með aðeins meiri virðingu. Útkoman samt sú sama.“

Lampard og Eiður Smári léku saman um langt skeið hjá Chelsea og voru hluti af liðinu sem fór að vinna titla aftur fyrir Chelsea.

Umræðuna í heild sem fram fór í Vellinum á Síminn Sport í gær má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Í gær

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum