fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Margir í Vesturbræ gráta brotthvarf Óskars en Rúnar segir – „Þurfum að meta í hvað peningarnir okkar fara“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 13:00

Rúnar í viðtalinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, var gestur í þættinum 433.is sem var sýndur á Hringbraut í gærkvöldi. Í þættinum fór Rúnar yfir ýmis mál tengd KR, meðal annars brottför leikjahæsta leikmanns félagsins, síðasta tímabil og framtíðaráform hjá KR og efstu deildar.

Margir KR-ingar gráta brotthvarfið á einum af sínum dáðustu sonum en Óskar Örn Hauksson hafnaði nýjum samningi frá KR.

KR bauð Óskari eins árs samning en Stjarnan bauð þessum 37 ára knattspyrnukappa tveggja ára samning og betri laun.

„Við vorum tilbúnir til þess að halda Óskari á þeim launum sem hann er búinn að vera á án þess að fara einhvað nánar út í það. Hann tók sitt val og það var allt gert í sátt og samlyndi. Við þurfum að meta í hvað peningarnir okkar fara og hversu mikið hver og einn á að fá,“ sagði Rúnar í viðtalinu sem sjá má hér að neðan.

video
play-sharp-fill

„Óskar er búinn að þjóna félaginu í ég veit ekki hvað mörg ár. Hann er búinn að vera einn besti leikmaður KR frá því að hann kom til félagsins og einn besti leikmaður efstu deildar. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu KR og sá leikjahæsti en við getum ekki bara út frá því hækkað launinn hans upp í topp, það þarf að vera einhver skynsemi á bakvið það,“ sagði Rúnar í þættinum 433.is.

Hann segir Óskar hafa þjónað KR vel. ,,Hann hafði val um að vera hjá okkur eða fara einhvað annað og hann valdi að fara í Stjörnuna. Við virðum hans ákvörðun þó svo að allir KR-ingar hefðu viljað sjá hann enda ferilinn í KR.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan fann nýja köllun eftir að nauðgunardómur hans var felldur niður – Opnar sig um nýtt hlutverk í lífinu

Stjarnan fann nýja köllun eftir að nauðgunardómur hans var felldur niður – Opnar sig um nýtt hlutverk í lífinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandi Celtic sendir kaldar kveðjur á Brendan Rodgers – Sjálfselskur og sundrandi

Eigandi Celtic sendir kaldar kveðjur á Brendan Rodgers – Sjálfselskur og sundrandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á Semenyo

Liverpool sagt hafa mikinn áhuga á Semenyo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína
Hide picture