fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Lewandowski þvertekur fyrir að hafa sakað Messi um óheiðarleika – ,,Yfirlýsing mín var tekin úr samhengi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 20:41

Lewandowski og eiginkona hans, Anna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Lewandowski, stjörnuframherji Bayern Munchen, er ekki bjartsýnn á að hljóta gullboltann, Ballon d’Or, fyrir árið 2020 þrátt fyrir að Lionel Messi hafi hvatt France Football til þess að veita honum hann.

Pólski framherjinn þótti einnig líklegur til að vinna Ballon d’Or nú í ár. Argentíski snillingurinn Lionel Messi stóð hins vegar uppi sem sigurvegari.

,,Ég get ekki sagt að ég sé ánægður, þvert á móti er ég leiður,“ sagði Lewandowski um það að hafa misst af verðlaununum. ,,Ég virði hvernig Messi spilar og það sem hann hefur afrekað. Að ég sé að keppa við hann sýnir hvar ég er.“

Þegar Messi fór upp á svið til að taka við verlaununum nú á dögunum hvatti hann France Football til að veita Lewandowski verðlaunin fyrir síðasta ár. ,,Mig langar að þakka Robert Lewandowski. Það hefur verið heiður að keppa við þig. Það eru allir sammála um að þú varst sigurvegari síðasta árs. Mér finnst að France Football ætti að veita þér Ballon d’Or 2020. Þú átt það skilið.“

Lewandowski fór í viðtal í pólskum fjölmiðlum. Þar sagðist hann ekki bjartsýnn á að fá verðlaunin fyrir árið 2020. ,,Ég vona að það sem Messi sagði hafi verið einlæg yfirlýsing frá frábærum leikmanni, ekki bara innantóm orð.“

Þessi orð vöktu athygli. Lewandowski sagði þau þó hafa verið tekin úr samhengi. ,,Yfirlýsing mín í pólsku sjónvarpi var tekin úr samhengi. Ég ætlaði aldrei að ýja að því að orð Messi hafi ekki verið einlæg eða heiðarleg. Þvert á móti glöddu orð hans mig mikið. Það sem ég meinti var að ég vona að orð Messi hryndi einhverju í framkvæmd. Ég virði Messi svo mikið og mig langar að óska honum aftur til hamingju með Ballon d’Or 2021.“

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“

Jón Steinar gefur sératkvæði Símonar Grimma langt nef – „Að sanna þurfi sök á sakborning til að unnt sé að sakfella hann“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið

Tóku léttan boxbardaga í gær eftir löðrung mánudagsins – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var 30 sekúndum á eftir Salah

Var 30 sekúndum á eftir Salah
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu

Frábær frammistaða Blika skilaði stigi gegn öflugu liði frá Tyrklandi – Logi Tómasson var í byrjunarliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Í gær

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Í gær

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti