fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Lewandowski þvertekur fyrir að hafa sakað Messi um óheiðarleika – ,,Yfirlýsing mín var tekin úr samhengi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 20:41

Lewandowski og eiginkona hans, Anna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Lewandowski, stjörnuframherji Bayern Munchen, er ekki bjartsýnn á að hljóta gullboltann, Ballon d’Or, fyrir árið 2020 þrátt fyrir að Lionel Messi hafi hvatt France Football til þess að veita honum hann.

Pólski framherjinn þótti einnig líklegur til að vinna Ballon d’Or nú í ár. Argentíski snillingurinn Lionel Messi stóð hins vegar uppi sem sigurvegari.

,,Ég get ekki sagt að ég sé ánægður, þvert á móti er ég leiður,“ sagði Lewandowski um það að hafa misst af verðlaununum. ,,Ég virði hvernig Messi spilar og það sem hann hefur afrekað. Að ég sé að keppa við hann sýnir hvar ég er.“

Þegar Messi fór upp á svið til að taka við verlaununum nú á dögunum hvatti hann France Football til að veita Lewandowski verðlaunin fyrir síðasta ár. ,,Mig langar að þakka Robert Lewandowski. Það hefur verið heiður að keppa við þig. Það eru allir sammála um að þú varst sigurvegari síðasta árs. Mér finnst að France Football ætti að veita þér Ballon d’Or 2020. Þú átt það skilið.“

Lewandowski fór í viðtal í pólskum fjölmiðlum. Þar sagðist hann ekki bjartsýnn á að fá verðlaunin fyrir árið 2020. ,,Ég vona að það sem Messi sagði hafi verið einlæg yfirlýsing frá frábærum leikmanni, ekki bara innantóm orð.“

Þessi orð vöktu athygli. Lewandowski sagði þau þó hafa verið tekin úr samhengi. ,,Yfirlýsing mín í pólsku sjónvarpi var tekin úr samhengi. Ég ætlaði aldrei að ýja að því að orð Messi hafi ekki verið einlæg eða heiðarleg. Þvert á móti glöddu orð hans mig mikið. Það sem ég meinti var að ég vona að orð Messi hryndi einhverju í framkvæmd. Ég virði Messi svo mikið og mig langar að óska honum aftur til hamingju með Ballon d’Or 2021.“

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“