fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Tómas Þór tók viðtal við stjörnu Arsenal en heyrði ekki neitt – ,,Hann bara muldraði í míkrófoninn maðurinn“

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 10:52

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, var á Old Trafford síðastliðinn fimmtudag til að fjalla um leik Manchester United og Arsenal. Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær sagði hann skemmtilega sögu frá því þegar hann tók viðtal við Thomas Partey, miðjumann Arsenal, eftir leikinn sem Man Utd vann 3-2.

,,Ég heyrði ekki orð sem hann sagði. Maður þarf náttúrulega að standa 2 metrum frá þeim,“ sagði Tómas. ,,Ég reyndi að skilja svona sautjánda hvert orð og: Ég tek þá bara næstu spurningu og reyni að hafa þetta í takt við það sem ég rétt svo heyrði.“

,,Hann bara muldraði í míkrófoninn maðurinn og hann talar ekkert frábæra ensku. Hann var samt mjög kurteis og flottur og svaraði öllu.“

Sænskur blaðamaður var svo næstur í röðinni til að taka viðtal við Partey. Bjarni Þór Viðarsson, sem var með Tómasi á Old Trafford fyrir hönd símans, sagði honum Svíanum frá því að Tómas hafi ekki heyrt neitt sem Ganverjinn sagði.

,,Svo kom sænski gaurinn frá Viaplay, eldri maður sem er á öllum þessum leikjum. Hann var að spyrja okkur um hvað við vorum að tala. Bjarni sagði honum að ég hafi ekki heyrt neitt og hann var næstur í röðinni. Svo þegar hann var búinn með Partey sneri hann sér að okkur: ,,I didn’t hear nothing.“ Hann heyrði ekki neitt,“ sagði Tómas

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni