fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Rangnick himinnlifandi eftir fyrsta leik – ,,Leikmenn fundu að þeir hefðu stjórn á leiknum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 17:43

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var himinnlifandi með sigur liðsins á Crystal Palace í dag. Þetta var fyrsti leikur Man Utd undir stjórn Rangnick.

,,Við höfðum full tök á leiknum. Ég var mjög ánægður með fyrstu 30 mínúturnar, mikill hraði og tempó,“ sagði Rangnick. ,,Ég er rosalega ánægður með þennan fyrsta leik. Við vorum þolinmóðir og áttum skilið að vinna.“

Fred skoraði eina mark leiksins með frábæru skoti á 77. mínútu. ,,Þetta var frábært mark frá Fred,“ sagði Rangnick.

,,Við vorum alltaf að reyna að sækja, meira að segja þegar við komumst yfir. Þetta var  það sem ég vildi sjá í dag.“

,,Leikmenn fundu á vellinum að þeir hefðu stjórn á leiknum, ólíkt mörgum öðrum leikjum sem þeir hafa spilað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ