fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Newcastle óheppið að ná ekki í sinn annan sigur gegn Man Utd

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. desember 2021 22:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newcastle tók á móti Manchester United í hörkuleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gestirnir voru arfaslappir í fyrri hálfleik og leiddi Newcastle sanngjarnt í leikhléi með marki frá Allan Saint-Maximin. Markið skoraði hann með frábæru skoti við vítateigslínu.

Það vantaði áfram kraft í lið Man Utd framan af í seinni hálfleik. Heimamenn voru áfram sterkari aðilinn.

Edinson Cavani jafnaði þó metin með marki á 71. mínútu og við það hrukku lærisveinar Ralf Rangnick aðeins í gang og virkuðu um skeið líklegri til að stela sigrinum.

Newcastle tók hins vegar aftur yfir leikinn undir restina og hefði klárlega getað skorað sigurmarkið. Áttu þeir til að mynda skot í stöng auk þess sem David De Gea varði eitt sinn frábærlega í marki Man Utd.

Lokatölur í kvöld urðu 1-1. Man Utd er í sjöunda sæti deildarinnar með 28 stig. Newcastle er í nítjánda sæti með 11 stig. Liðið hefur aðeins unnið einn leik á leiktíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað