fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Jude Bellingham hvetur leikmenn til að fara í sprautu – „Augljóslega vil ég að allir séu hraustir“

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 20. desember 2021 19:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska ungstirnið, Jude Bellingham, segist hafa fengið tvær sprautur við kórónuveirunni – ásamt örvunarskammti – og hvetur aðra fótboltamenn til að gera slíkt hið sama.

Hinn 18 ára gamli Bellingham leikur með Borussia Dortmund á Þýskalandi en 94% leikmanna liðsins hafa hlotið bólusetningu við Covid-19. Bellingham sagði í samtali við Sally Nugent á BBC að fótboltamenn fái pláss til að tjá sig.

Ég hef fengið tvær sprautur og örvunarskammt, bara til öryggis. Ég vil ekki smita neinn í fjölskyldunni eða missa af leikjum sjálfur,“ sagði hann. „Það er ekki mitt að sitja hér og segja að allir þurfi að vera bólusettir. Það er persónulegt val hvers og eins… augljóslega vil ég að allir séu hraustir, svo ég mæli líklega með því.“

Mikið hefur verið rætt um bólusetningar á meðal fótboltamanna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í efstu deildum á Englandi en fjöldi smita olli því að leikjum var frestað um síðustu helgi.

Fótboltafélög á Englandi ákváðu fyrr í dag að reyna að halda leikjum gangandi yfir jólatörnina.

Bólusetningartíðni er hærri á Þýskalandi en á Englandi en um fjórðungur leikmanna á Englandi segjast ekki ætla að þiggja bólusetningu við veirunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi